Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar 25. nóvember 2024 14:42 Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun