Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 10:31 Dagur varar Baldvin við of mikilli inntöku D-vítamíns. vísir/vilhelm/Brink Baldvin Jónsson athafnamaður, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, er einn einarðasti stuðningsmaður flokksins. Dagur B. Eggertsson Samfylkingu varaði hann hins vegar við of miklu D-vítamíni. Kosningabaráttan er að harðna nú þegar aðeins er tæp vika í að landsmenn gangi að kjörborðinu. En þar er líka svigrúm fyrir glens. Baldvin er þekktur fyrir að setja inn á Facebook-síðu sína hnyttnar athugasemdir og ein slík er: „Nú má auka D vítamínið í eina viku. Taka eina töflu fyrir svefninn og eina áður en maður vaknar. XD“ Ekki svo gott ráð eftir á að hyggja.skjáskot Dagur B. Eggertsson frambjóðandi Samfylkingarinnar skrifar óvænt athugasemd við ráð Baldvins og seilist nú í læknifræðikunnáttu sína. Hann segist dást að seiglunni en Baldvin megi vara sig á of miklu D-vítamíni. „Of mikið af D-vítamíni getur leitt til aukinnar kalkupptöku úr meltingarveginum og jafnvel endurupptöku kalks úr beinum. Aukið kalkmagn í blóði getur haft í för með sér óeðlilegar kalkútfellingar í mjúkum vefjum, svo sem hjarta og lungum, og dregið þannig úr starfsgetu þeirra. Helstu einkenni eru vöðvaslappleiki, höfuðverkur, lystarstol, ógleði, uppköst og beinverkir. Bestu kveðjur í baráttuna.“ Góður rómur er gerður að þessari ábendingu Dags en þó eru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Samfélagsmiðlar Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Kosningabaráttan er að harðna nú þegar aðeins er tæp vika í að landsmenn gangi að kjörborðinu. En þar er líka svigrúm fyrir glens. Baldvin er þekktur fyrir að setja inn á Facebook-síðu sína hnyttnar athugasemdir og ein slík er: „Nú má auka D vítamínið í eina viku. Taka eina töflu fyrir svefninn og eina áður en maður vaknar. XD“ Ekki svo gott ráð eftir á að hyggja.skjáskot Dagur B. Eggertsson frambjóðandi Samfylkingarinnar skrifar óvænt athugasemd við ráð Baldvins og seilist nú í læknifræðikunnáttu sína. Hann segist dást að seiglunni en Baldvin megi vara sig á of miklu D-vítamíni. „Of mikið af D-vítamíni getur leitt til aukinnar kalkupptöku úr meltingarveginum og jafnvel endurupptöku kalks úr beinum. Aukið kalkmagn í blóði getur haft í för með sér óeðlilegar kalkútfellingar í mjúkum vefjum, svo sem hjarta og lungum, og dregið þannig úr starfsgetu þeirra. Helstu einkenni eru vöðvaslappleiki, höfuðverkur, lystarstol, ógleði, uppköst og beinverkir. Bestu kveðjur í baráttuna.“ Góður rómur er gerður að þessari ábendingu Dags en þó eru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Samfélagsmiðlar Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira