Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:02 Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Frá því ég flutti aftur til Reykjavíkur í Grafarvoginn, þá með ungabarn, hefur líf okkar fjölskyldunnar mótast af biðlistum Reykjavíkurborgar. Ég keyrði með bæði börnin mín í heilt ár í dagvistun vestur í bæ á meðan við biðum eftir leikskólaplássi, enda er hvergi lengri biðlisti á landinu. Og frá því þau hófu grunnskólagöngu hefur haustið hafist á biðlista eftir frístundaplássi. Bið sem er nú farin að teygja sig inn í hátíðirnar. Foreldrar ungra barna og börnin sjálf eru í gjörólíkri stöðu eftir sveitarfélögum. Í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi sem er stýrt af sjálfstæðismönnum bíða engin börn eftir frístundaplássi. Þar er að jafnaði verið að taka 12-15 mánaða börn inn á leikskóla, en meðaltalið er um 22 mánaða í Reykjavík. Örvænting foreldra í Reykjavík vegna þessara biðlista er öllum kunnug. Það er óskiljanlegt hvernig vandamálið virðist mun flóknara í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum. Þjónusta við börn er þeim sem stýra Reykjavíkurborg um megn; Viðreisn, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum. Foreldrar reykvískra barna þurfa að gera ráð fyrir að þurfa að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og dagvistunar - mun lengur en aðrir. Grunnskólabörn í Reykjavík geta ekki treyst á að komast í rútínu á frístundaheimilum á haustin eftir rótleysi sumarfrísins. Það er óhætt að segja að það skjóti skökku við að sjá Viðreisn auglýsa núna: „Burt með biðlista barna“. Ekki síst þegar maður les smáa letrið og áttar sig á að flokkurinn á ekki við biðlistana sem hann hefði nú þegar getað eytt í Reykjavík. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist sömuleiðis undanskilja mörg börn í Reykjavík. Við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun þeirra sem stýra Reykjavíkurborg. Ég hvet frambjóðendur þeirra til Alþingis, sem sitja reyndar margir hverjir nú þegar í borgarstjórn, til þess að einbeita sér að börnunum í Reykjavík sem mætt hafa afgangi undir þeirra stjórn. Tryggið börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. – Burt með biðlista barnanna í Reykjavík! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag er 25. nóvember og því skammt í lok haustannar grunnskólabarna. Þrátt fyrir það er dóttir mín enn á biðlista eftir frístundaplássi í Reykjavík eins og fjölmörg önnur börn í borginni. Frá því ég flutti aftur til Reykjavíkur í Grafarvoginn, þá með ungabarn, hefur líf okkar fjölskyldunnar mótast af biðlistum Reykjavíkurborgar. Ég keyrði með bæði börnin mín í heilt ár í dagvistun vestur í bæ á meðan við biðum eftir leikskólaplássi, enda er hvergi lengri biðlisti á landinu. Og frá því þau hófu grunnskólagöngu hefur haustið hafist á biðlista eftir frístundaplássi. Bið sem er nú farin að teygja sig inn í hátíðirnar. Foreldrar ungra barna og börnin sjálf eru í gjörólíkri stöðu eftir sveitarfélögum. Í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi sem er stýrt af sjálfstæðismönnum bíða engin börn eftir frístundaplássi. Þar er að jafnaði verið að taka 12-15 mánaða börn inn á leikskóla, en meðaltalið er um 22 mánaða í Reykjavík. Örvænting foreldra í Reykjavík vegna þessara biðlista er öllum kunnug. Það er óskiljanlegt hvernig vandamálið virðist mun flóknara í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum. Þjónusta við börn er þeim sem stýra Reykjavíkurborg um megn; Viðreisn, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum. Foreldrar reykvískra barna þurfa að gera ráð fyrir að þurfa að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og dagvistunar - mun lengur en aðrir. Grunnskólabörn í Reykjavík geta ekki treyst á að komast í rútínu á frístundaheimilum á haustin eftir rótleysi sumarfrísins. Það er óhætt að segja að það skjóti skökku við að sjá Viðreisn auglýsa núna: „Burt með biðlista barna“. Ekki síst þegar maður les smáa letrið og áttar sig á að flokkurinn á ekki við biðlistana sem hann hefði nú þegar getað eytt í Reykjavík. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist sömuleiðis undanskilja mörg börn í Reykjavík. Við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun þeirra sem stýra Reykjavíkurborg. Ég hvet frambjóðendur þeirra til Alþingis, sem sitja reyndar margir hverjir nú þegar í borgarstjórn, til þess að einbeita sér að börnunum í Reykjavík sem mætt hafa afgangi undir þeirra stjórn. Tryggið börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. – Burt með biðlista barnanna í Reykjavík! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun