Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:10 Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar. Það var fróðlegt að taka þátt í samtökunum Orkunni okkar, sem var stofnuð með það fyrir augum að fræða almenning um 3ja orkupakkann og reyna að hindra það að Alþingismenn samþykktu hann. Greinarhöfundur var formaður samtakanna á þessum tíma. Það var fróðlegt að upplifa það að vera kölluð kverúlant, sjálfskipaður fullveldissinni, einangrunarsinni, Trumpisti, sviðsljósafíkil, þjóðernisremba, afturhaldssinni, popúlísti svo að eitthvað sé nefnt. Það var fróðlegt að upplifa það að RÚV, ríkisútvarpið, brást skyldu sinni, en RÚV á lögum samkvæmt (lög nr.23, 3.gr) að „Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varðar“ Það var fróðlegt að upplifa það að flokkarnir Vinstri grænir, Píratar og Samfylking vildu markaðsvæða raforkuna, sem þýðir að millliðum fjölgar frá framleiðanda til neytenda, sem þýðir að verð hækkar. Það var fróðlegt að upplifa það að í fréttum RUV var sagt að raforkuverð myndi ekki hækka. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá að ef milliliðum fjölgar þá hefur það áhrif á vöruverð. Það mun hækka og það er einmitt það sem við erum að sjá að er að rætast 5 árum eftir samþykkt orkupakka 3. Eiga heimilin í landinu líka von á 25 % verðhækkun á rafmagni? Það var fróðlegt að upplifa það að mörgum er alveg sama um hvort við missum valdið yfir orkumálum til erlendra aðila. Viljum við fá vindorkutúrbínuver upp um öll fjöll í eigu erlendra aðila, en á teikniborðinu eru um 40 slík verkefni? Verði bókun 35 samþykkt á Alþingi þá munu lög ESB verða rétthærri íslenskum lögum, sem þýðir að við ráðum okkur ekki lengur sjálf. Sjálfstæðismenn hafa lagt ríka áherslu á að bókun 35 verði samþykkt. Viðreisn leggur núna ríka áherslu á að Ísland sæki um aðild að ESB, eða “kíkja í pakkann” eins og sagt er. Það er einhver meinvilla í gangi með að kíkja í þennan ESB pakka og að þar verði einhverjar sér undanþágur fyrir Ísland, en því miður þá eru engar varanlegar undanþágur í ESB. Samfylkingin vill líka sækja um ESB en passar sig á að tala ekki um það því þá missa þeir atkvæði. Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta málefni þá verður spurningin að vera rétt. Viltu að Ísland gangi í ESB? Og svarið er þá annað hvort já eða nei. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að kjósa, gefðu þá Lýðræðisflokki og Arnari Þór möguleika á að breyta hlutunum til batnaðar, heiðarlegri mann er erfitt að finna. Arnar Þór barðist ötullega við hlið Orkunnar okkar árið 2019, og hefur gert það síðan. Eitt af baráttumálum x-L er að standa vörð um fullveldi Íslands á öllum sviðum. Gáðu að því hvar þú setur þitt x á kosningardaginn. www.kjosumxl.is. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, frumkvöðull og í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður, 3. sæti.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun