Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 15:30 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Samningaviðræður í kjaradeilu lækna eru komnar á lokastig. Nýr taktur blasir við í kjaradeilu kennara eftir að samningsaðilar fundu sameiginlega grundvöll í gær. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“ Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. „Það er ekkert búið fyrr en allt er búið,“ ítrekar hann þó. Eins og greint hefur verið frá er mikið að gera í Karphúsinu um þessar mundir. Samninganefndir Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga hafa fundað síðan klukkan tólf en samninganefndir lækna og ríkis hafa fundað í húsinu frá klukkan 9:30. Verið að teikna upp kjarasamning Ástráður segist reikna með því að samninganefndir lækna og ríkisins muni funda eitthvað fram á kvöld en allt kapp er lagt á að ná samningum áður en verkfall skellur á á miðnætti. Verið sé að teikna upp kjarasamning í þessum töluðu orðum. „Það er mjög góður gangur í því máli og allir vinna hörðum höndum að því að koma saman kjarasamningi sem að við vonum að geti komið í veg fyrir að það komi til verkfalla. Það er ekki útséð um það ennþá en við allavega erum enn þá að djöflast í þessu. Við erum bara mjög langt komin í því,“ segir Ástráður. Ertu vongóður um að það verði komist að niðurstöðu fyrir miðnætti? „Ég er alltaf vongóður, það er mitt millinafn.“ Samkomulag gærdagsins breyti miklu Hann segir stöðuna í kjaradeilu kennara vera komna á betri veg eftir að samningsaðilar fundu sameiginlegan grundvöll fyrir framhald viðræðna í gær. Nýr taktur sé viðræðunum. „Þar erum við bara að vinna við það að koma þeirri vinnu, sem við ákváðum í gær, af stað en það er miklu skemmra komið. Vinnulaginu var breytt í gær og við erum að vinna vinnu sem er nær því að vera til þess fallin að leiða af sér kjarasamning en áður.“
Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira