„Þetta var mjög skrýtin stemning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 13:39 Laura Sólveig Lefort Scheefer er fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29. Laura Sólveig Fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir samkomulag sem skrifað var undir í nótt ekki ganga nærri því nógu langt. Dramatík hafi einkennt undirskriftina, eins og ráðstefnuna sjálfa daginn á undan. Fagnaðarlæti brutust út á COP29 í Bakú í Aserbaídsjan í nótt, þegar samkomulag náðist loks um fjárveitingu þróaðra ríkja til þróunarríkja, til aðstoðar þeim síðarnefndu í baráttu við loftslagsvána. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna, hefur verið á ráðstefnunni í Bakú síðustu tvær vikur og fylgdist með því þegar tilkynnt var um hið langþráða samkomulag. „Þetta var mjög skrýtin stemning og mikið klappað en á sama tíma voru líka ákveðin ríki sem réttu hendurnar upp og settu í kross, svona neitunarmerki. Þetta var hádramatískt? „Mjög.“ Blendnar tilfinningar og kaos Sæst var á þrjú hundruð milljarða framlag á ári, sem Lauru sjálfri finnst ekki ganga nógu langt. Þróunarríkin höfðu farið fram á 1,3 billjónir dala. „Sumum finnst þetta frábært og söguleg stund, öðrum finnst þetta ofboðslega leiðinlegt eða jafnvel hrokafullt gagnvart ríkjum sem koma verst úti úr hlýnun jarðar og áhrifum hennar.“ Uppþot varð á ráðstefnunni í gær, þegar fulltrúar þróunarríkjanna strunsuðu margir út af fundi vegna óánægju með upphæðina sem þá var á borðinu. „Þetta var svakalegt, það var rosa mikið af látum og mjög mikil mótmæli á svæðinu. Meira að segja fólkið sem var á vegum umhverfisráðuneyta mismunandi landa vissi jafnmikið og við. Það vissi enginn hvað var í gangi.“ Skandall á ráðstefunni í ár Laura bendir á að í samkomulaginu felist ekki bein skuldbinding fyrir þróuðu ríkin. Hún segir mikilvægt að ráðstefnur á borð við þessa séu áfram haldnar en brýnt sé að endurskoða fyrirkomulagið. Síðustu ár hafi þær í æ auknari mæli orðið vettvangur fyrir fyrirtæki að auglýsa sig. „Það hefur einmitt verið talað um þennan skandal í ár að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneytisiðnaðinn eru hér í massavís, mun fleiri þaðan en þau sem eru hér á vegum tíu fátækustu ríkja í heiminum,“ segir Laura, sem heldur loks heim á leið frá Bakú á morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Aserbaídsjan Tengdar fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út á COP29 í Bakú í Aserbaídsjan í nótt, þegar samkomulag náðist loks um fjárveitingu þróaðra ríkja til þróunarríkja, til aðstoðar þeim síðarnefndu í baráttu við loftslagsvána. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna, hefur verið á ráðstefnunni í Bakú síðustu tvær vikur og fylgdist með því þegar tilkynnt var um hið langþráða samkomulag. „Þetta var mjög skrýtin stemning og mikið klappað en á sama tíma voru líka ákveðin ríki sem réttu hendurnar upp og settu í kross, svona neitunarmerki. Þetta var hádramatískt? „Mjög.“ Blendnar tilfinningar og kaos Sæst var á þrjú hundruð milljarða framlag á ári, sem Lauru sjálfri finnst ekki ganga nógu langt. Þróunarríkin höfðu farið fram á 1,3 billjónir dala. „Sumum finnst þetta frábært og söguleg stund, öðrum finnst þetta ofboðslega leiðinlegt eða jafnvel hrokafullt gagnvart ríkjum sem koma verst úti úr hlýnun jarðar og áhrifum hennar.“ Uppþot varð á ráðstefnunni í gær, þegar fulltrúar þróunarríkjanna strunsuðu margir út af fundi vegna óánægju með upphæðina sem þá var á borðinu. „Þetta var svakalegt, það var rosa mikið af látum og mjög mikil mótmæli á svæðinu. Meira að segja fólkið sem var á vegum umhverfisráðuneyta mismunandi landa vissi jafnmikið og við. Það vissi enginn hvað var í gangi.“ Skandall á ráðstefunni í ár Laura bendir á að í samkomulaginu felist ekki bein skuldbinding fyrir þróuðu ríkin. Hún segir mikilvægt að ráðstefnur á borð við þessa séu áfram haldnar en brýnt sé að endurskoða fyrirkomulagið. Síðustu ár hafi þær í æ auknari mæli orðið vettvangur fyrir fyrirtæki að auglýsa sig. „Það hefur einmitt verið talað um þennan skandal í ár að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneytisiðnaðinn eru hér í massavís, mun fleiri þaðan en þau sem eru hér á vegum tíu fátækustu ríkja í heiminum,“ segir Laura, sem heldur loks heim á leið frá Bakú á morgun.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Aserbaídsjan Tengdar fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12
Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22
Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55