Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 20:51 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra og leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist ekki treysta Sjálfstæðisflokknum til að fjárfesta í menntakerfinu. Hann segir flokkinn hafa barist gegn fjárveitingum til málaflokksins og lagt til niðurskurð á hverju ári. Þá gagnrýnir hann einnig harðlega hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna og aðra sérskóla. „Að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun og sérskóla hér og þar. Það er ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla.“ Það sé ekki rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika. Rétta leiðin sé að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það eigi meðal annars við um námsgögn. „Halló hvar hafið þið verið í öll þessi ár?" Ásmundur segir að betra væri að efla námsgagnaútgáfu frekar en að flokka börn og setja þau í sérskóla. Kennarasambandið hafi kallað eftir því í langan tíma að fá aukið námsefni þegar kemur að íslensku sem öðru tungumáli. Jafnframt sé gert ráð fyrir 50 prósent aukningu þróunarfé til leik- og grunnskóla í fjárlögum næsta árs. Framsóknarflokkurinn sé nú kominn í fjármálaráðuneytið og þá fyrst hafi borið á auknum fjárveitingum til menntamála. „Á sama tíma koma þeir flokkar sem hafa setið í fjármálaráðuneytinu í mjög mörg ár og vilja efla námsgagnaútgáfu.“ „Bara halló, hvar hafið þið verið í öll þessi ár sem ég var í menntamálaráðuneytinu og Lilja Alfreðsdóttir á undan? Þegar þið hafið beinlínis lagt til niðurskurð á hverju einasta ári, barist gegn því að við setjum fjármagn inn í þessa málaflokka, og svo komið þið núna og ætlið að boða innspýtingu í námsgagnaútgáfu? Bara velkomin í hópinn en ég bara treysti ykkur ekki til að vera tilbúinn að til að fjárfesta í menntakerfinu,“ segir Ásmundur Einar. Viðtalið var birt á Youtube-síðu Framsóknarflokksins, en umræða um þessi atriði hófst á mínútu 34. Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir „Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12 Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54 Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Þá gagnrýnir hann einnig harðlega hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna og aðra sérskóla. „Að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun og sérskóla hér og þar. Það er ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla.“ Það sé ekki rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika. Rétta leiðin sé að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það eigi meðal annars við um námsgögn. „Halló hvar hafið þið verið í öll þessi ár?" Ásmundur segir að betra væri að efla námsgagnaútgáfu frekar en að flokka börn og setja þau í sérskóla. Kennarasambandið hafi kallað eftir því í langan tíma að fá aukið námsefni þegar kemur að íslensku sem öðru tungumáli. Jafnframt sé gert ráð fyrir 50 prósent aukningu þróunarfé til leik- og grunnskóla í fjárlögum næsta árs. Framsóknarflokkurinn sé nú kominn í fjármálaráðuneytið og þá fyrst hafi borið á auknum fjárveitingum til menntamála. „Á sama tíma koma þeir flokkar sem hafa setið í fjármálaráðuneytinu í mjög mörg ár og vilja efla námsgagnaútgáfu.“ „Bara halló, hvar hafið þið verið í öll þessi ár sem ég var í menntamálaráðuneytinu og Lilja Alfreðsdóttir á undan? Þegar þið hafið beinlínis lagt til niðurskurð á hverju einasta ári, barist gegn því að við setjum fjármagn inn í þessa málaflokka, og svo komið þið núna og ætlið að boða innspýtingu í námsgagnaútgáfu? Bara velkomin í hópinn en ég bara treysti ykkur ekki til að vera tilbúinn að til að fjárfesta í menntakerfinu,“ segir Ásmundur Einar. Viðtalið var birt á Youtube-síðu Framsóknarflokksins, en umræða um þessi atriði hófst á mínútu 34.
Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir „Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12 Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54 Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. 24. október 2024 10:12
Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. 24. október 2024 14:54
Höfnum gamaldags aðgreiningu Árið 1974 var fyrst talað um í lögum að skólinn væri fyrir öll börn. Allar götur síðan hafa íslenskir stjórnmálamenn, að mestu, sammælst um þá framtíðarsýn. Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. 24. október 2024 08:03