„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2024 07:30 Jón Axel Guðmundsson er ánægður með lífið í Burgos á Spáni. Vísir/Sigurjón Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira