Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar 21. nóvember 2024 15:15 Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun