Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar 21. nóvember 2024 15:01 Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun