Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar 21. nóvember 2024 15:01 Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun