Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar 21. nóvember 2024 10:33 Þann 19. þessa mánaðar birtist snemma dags grein eftir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann, á þessum vettvangi þar sem hún gagnrýndi að jafnlaunavottun skildi vera lögbundin skylda í stað þess að vera valkvæð. Benti hún á að mörgum atvinnurekendum þyki þessi skylda kostnaðarsöm og íþyngjandi, með takmörkuðum árangri. Síðar sama dag birtist ný skoðanagrein á þessum vettvangi með nokkrum staðreyndum að sögn, eftir starfsmenn Jafnréttisstofu. Það má velta fyrir sér tilganginum með því að opinberir starfsmenn blandi sér í umræðuna með þessum hætti því í eðli sínu er það pólitísk spurning hvort jafnlaunavottun skuli vera lögbundin eða ekki. Það a.m.k. liggur fyrir að með lögbindingu skyldunnar er búið að styrkja starfsgrundvöll hagaðila sem vinna á þessum vettvangi verulega. Það er búið að skilgreina mengi sem hefur ekki annað val en að kaupa þjónustu af vottunaraðilum og á sama tíma er búið að tryggja opinberum starfsmönnum verkefni. Í grein starfsmanna Jafnréttisstofu er umtalsverðu púðri eytt í að greina frá því sem kallast jafnlaunastaðfesting og er ekki það sama og jafnlaunavottun. Á það er bent í greininni að jafnlaunastaðfesting sé ókeypis, að undanskildu því vinnuframlagi sem leggja þurfi fram, og því sé hægt að fara í gegnum kerfið án aukakostnaðar. Sem þar með er um leið viðurkennt að þeir þurfi að bera sem þurfa á jafnlaunvottun að halda með því að kaupa sér þjónustu hjá einum af fjórum vottunaraðilum. Það hefur því afar takmarkaða þýðingu fyrir þá sem þurfa að fá jafnlaunvottun að fá um það upplýsingar að þeir sem þurfa eingöngu jafnlaunstaðfestingu þurfi ekki að kaupa þjónustu vottunaraðila með tilheyrandi aukakostnaði, t.d. sérfræðiaðstoð til viðbótar við kostnað vottunaraðila. Þeim krónum sem fara í þennan kostnað verður ekki ráðstafað í annað, t.d. endurnýjun tækja og tóla eða hærri launa starfsmanna. Og þjónustan er ekki ókeypis. Skv. lögunum um jafnlaunavottun ber þeim aðilum sem lögskylt er að láta jafnlaunavottun fara fram að láta endurnýja vottunina á þriggja ára fresti – með tilheyrandi kostnaði og vinnu starfsmanna. En nú ber svo við að þegar leitað er til vottunaraðila krefjast þeir þess að fram fari svokölluð millivottun árin tvö á milli endurnýjunaráranna – með tilheyrandi viðbótarkostnaði og vinnu starfsmanna. Vottunaraðilarnir bera því við að þeim sé skylt að láta þessa millivottun fara fram skv. staðli sem gildir um vottunaraðila. Og rukka vel fyrir þessar millivottanir. Þetta er gert þrátt fyrir að engin skylda hvíli á fyrirtækjum eða stofnunum til að láta þessar millivottanir fara fram. Um þetta er Jafnréttisstofu kunnugt enda hefur Jafnréttisstofa komið ábendingu um þetta á framfæri við Forsætisráðuneytið. Þetta er ein af staðreyndunum um jafnlaunavottun, sem starfsmenn Jafnréttisstofu slepptu að upplýsa um í staðreyndagrein þeirra. Kostnaðurinn við jafnlaunavottun er því í raun meiri en ráða má af lestri laganna um jafnlaunavottun. Þegar fyrirtæki þar sem vinna rúmlega 200 manns, þar af innan við 20 konur og fæstar þeirra í sömu störfum og karlar, gerði athugasemd við kostnað vegna millivottunar var bent á umræddan staðal. Þegar á það var bent að þessi staðall væri bara til á ensku og að það þyrfti að greiða fyrir hann kom boð um að hægt væri að fá hann að láni. Því var hafnað með þeirri röksemd að enskur staðall sem þyrfti að kaupa til að átta sig á kostnaði við að framfylgja íþyngjandi íslensku regluverki gæti ekki talist hluti af því sama regluverki. Var þá bent á að hafa samband við Jafnréttisstofu eða Forsætisráðuneytið. Haft var samband við Jafnréttisstofu sem benti á Forsætisráðuneytið sem færi með málaflokkinn (á þeim tíma, nú hefur því verið breytt). Jafnframt var tekið fram að Jafnréttisstofa væri búin að upplýsa ráðuneytið um þessa stöðu. Haft var samband við Forsætisráðuneytið. Þaðan kom mjög loðið svar en ein röksemdin fyrir því að þetta væri eins og það ætti að vera var sú að upplýsingar um kostnað við millivottanir kæmu fram á heimasíðu vottunaraðila. Það er ansi framsækin túlkun á gjaldlagningarheimildum í tengslum við lögbundna íþyngjandi skyldu. Þar sem ráðuneytið lagðist á sveif með hagaðila gegn hagsmunum þeirra fyrirtækja sem lögskylt er að láta jafnlaunavottun fara fram var leitað til umboðsmanns Alþingis. Hann sendi ráðuneytinu bréf og lagði fyrir það nokkrar skýrar og áleitnar spurningar. Umboðsmaður lauk síðan málinu með því að vísa til þess að Forsætisráðuneytið hefði, a.m.k. að hluta, tekið undir framkomnar athugasemdir og hygðist endurskoða vottunarferlið skv. lögum nr. 150/2020. Nánar segir um bréf ráðuneytisins í bréfi umboðsmanns: „Hins vegar megi taka undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi umboðsmanns að ferlið sé ekki að fullu fyrirsjáanlegt fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar með eigi þau erfiðara um vik að átta sig á þeim kröfum sem gerðar eru til vottunaraðila og þeim heildarkostnaði sem hlýst af þjónustunni. Loks segir í svarbréfi ráðuneytisins að tilgangurinn með staðlinum ISO 17021 sé að tryggja faglega aðkomu vottunaraðila að vottunarferlinu og snúi hann fyrst og fremst að verklagi þeirra fagmanna sem að því koma. Með vísun í staðalinn í reglugerð nr. 1030/2017 hafi ekki verið stefnt að því að leggja auknar kröfur á fyrirtæki og stofnanir enda þurfi íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda að byggja á skýrri heimild í lögum.“ Svo mörg voru þau orð. Það verður spennandi að fylgjast með afgreiðslu Félags- og vinnumálaráðuneytisins, sem nú hefur tekið við málaflokknum, á þessu viðfangsefni. Annað hvort hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að skylda vottunaraðila til að láta fara fram millivottun, skv. reglum sem gilda um vottunaraðila, verði afnumin, eða breyta lögunum um jafnlaunavottun og setja þar inn skýrt ákvæði um skyldu fyrirtækja og stofnana til að þurfa að undirgangast millivottanir þau ár sem þau þurfa ekki að láta staðfesta jafnlaunavottun. Eða ekki, þetta verður sennilega ekkert spennandi. Sjá nánar mál umboðsmanns Alþingis nr. 12716/2024. Höfundur er lögmaður og stjórnarmaður fyrirtækis sem er lögskylt að láta fara fram jafnlaunavottun (en ekki millivottun – ennþá). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. þessa mánaðar birtist snemma dags grein eftir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann, á þessum vettvangi þar sem hún gagnrýndi að jafnlaunavottun skildi vera lögbundin skylda í stað þess að vera valkvæð. Benti hún á að mörgum atvinnurekendum þyki þessi skylda kostnaðarsöm og íþyngjandi, með takmörkuðum árangri. Síðar sama dag birtist ný skoðanagrein á þessum vettvangi með nokkrum staðreyndum að sögn, eftir starfsmenn Jafnréttisstofu. Það má velta fyrir sér tilganginum með því að opinberir starfsmenn blandi sér í umræðuna með þessum hætti því í eðli sínu er það pólitísk spurning hvort jafnlaunavottun skuli vera lögbundin eða ekki. Það a.m.k. liggur fyrir að með lögbindingu skyldunnar er búið að styrkja starfsgrundvöll hagaðila sem vinna á þessum vettvangi verulega. Það er búið að skilgreina mengi sem hefur ekki annað val en að kaupa þjónustu af vottunaraðilum og á sama tíma er búið að tryggja opinberum starfsmönnum verkefni. Í grein starfsmanna Jafnréttisstofu er umtalsverðu púðri eytt í að greina frá því sem kallast jafnlaunastaðfesting og er ekki það sama og jafnlaunavottun. Á það er bent í greininni að jafnlaunastaðfesting sé ókeypis, að undanskildu því vinnuframlagi sem leggja þurfi fram, og því sé hægt að fara í gegnum kerfið án aukakostnaðar. Sem þar með er um leið viðurkennt að þeir þurfi að bera sem þurfa á jafnlaunvottun að halda með því að kaupa sér þjónustu hjá einum af fjórum vottunaraðilum. Það hefur því afar takmarkaða þýðingu fyrir þá sem þurfa að fá jafnlaunvottun að fá um það upplýsingar að þeir sem þurfa eingöngu jafnlaunstaðfestingu þurfi ekki að kaupa þjónustu vottunaraðila með tilheyrandi aukakostnaði, t.d. sérfræðiaðstoð til viðbótar við kostnað vottunaraðila. Þeim krónum sem fara í þennan kostnað verður ekki ráðstafað í annað, t.d. endurnýjun tækja og tóla eða hærri launa starfsmanna. Og þjónustan er ekki ókeypis. Skv. lögunum um jafnlaunavottun ber þeim aðilum sem lögskylt er að láta jafnlaunavottun fara fram að láta endurnýja vottunina á þriggja ára fresti – með tilheyrandi kostnaði og vinnu starfsmanna. En nú ber svo við að þegar leitað er til vottunaraðila krefjast þeir þess að fram fari svokölluð millivottun árin tvö á milli endurnýjunaráranna – með tilheyrandi viðbótarkostnaði og vinnu starfsmanna. Vottunaraðilarnir bera því við að þeim sé skylt að láta þessa millivottun fara fram skv. staðli sem gildir um vottunaraðila. Og rukka vel fyrir þessar millivottanir. Þetta er gert þrátt fyrir að engin skylda hvíli á fyrirtækjum eða stofnunum til að láta þessar millivottanir fara fram. Um þetta er Jafnréttisstofu kunnugt enda hefur Jafnréttisstofa komið ábendingu um þetta á framfæri við Forsætisráðuneytið. Þetta er ein af staðreyndunum um jafnlaunavottun, sem starfsmenn Jafnréttisstofu slepptu að upplýsa um í staðreyndagrein þeirra. Kostnaðurinn við jafnlaunavottun er því í raun meiri en ráða má af lestri laganna um jafnlaunavottun. Þegar fyrirtæki þar sem vinna rúmlega 200 manns, þar af innan við 20 konur og fæstar þeirra í sömu störfum og karlar, gerði athugasemd við kostnað vegna millivottunar var bent á umræddan staðal. Þegar á það var bent að þessi staðall væri bara til á ensku og að það þyrfti að greiða fyrir hann kom boð um að hægt væri að fá hann að láni. Því var hafnað með þeirri röksemd að enskur staðall sem þyrfti að kaupa til að átta sig á kostnaði við að framfylgja íþyngjandi íslensku regluverki gæti ekki talist hluti af því sama regluverki. Var þá bent á að hafa samband við Jafnréttisstofu eða Forsætisráðuneytið. Haft var samband við Jafnréttisstofu sem benti á Forsætisráðuneytið sem færi með málaflokkinn (á þeim tíma, nú hefur því verið breytt). Jafnframt var tekið fram að Jafnréttisstofa væri búin að upplýsa ráðuneytið um þessa stöðu. Haft var samband við Forsætisráðuneytið. Þaðan kom mjög loðið svar en ein röksemdin fyrir því að þetta væri eins og það ætti að vera var sú að upplýsingar um kostnað við millivottanir kæmu fram á heimasíðu vottunaraðila. Það er ansi framsækin túlkun á gjaldlagningarheimildum í tengslum við lögbundna íþyngjandi skyldu. Þar sem ráðuneytið lagðist á sveif með hagaðila gegn hagsmunum þeirra fyrirtækja sem lögskylt er að láta jafnlaunavottun fara fram var leitað til umboðsmanns Alþingis. Hann sendi ráðuneytinu bréf og lagði fyrir það nokkrar skýrar og áleitnar spurningar. Umboðsmaður lauk síðan málinu með því að vísa til þess að Forsætisráðuneytið hefði, a.m.k. að hluta, tekið undir framkomnar athugasemdir og hygðist endurskoða vottunarferlið skv. lögum nr. 150/2020. Nánar segir um bréf ráðuneytisins í bréfi umboðsmanns: „Hins vegar megi taka undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi umboðsmanns að ferlið sé ekki að fullu fyrirsjáanlegt fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar með eigi þau erfiðara um vik að átta sig á þeim kröfum sem gerðar eru til vottunaraðila og þeim heildarkostnaði sem hlýst af þjónustunni. Loks segir í svarbréfi ráðuneytisins að tilgangurinn með staðlinum ISO 17021 sé að tryggja faglega aðkomu vottunaraðila að vottunarferlinu og snúi hann fyrst og fremst að verklagi þeirra fagmanna sem að því koma. Með vísun í staðalinn í reglugerð nr. 1030/2017 hafi ekki verið stefnt að því að leggja auknar kröfur á fyrirtæki og stofnanir enda þurfi íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda að byggja á skýrri heimild í lögum.“ Svo mörg voru þau orð. Það verður spennandi að fylgjast með afgreiðslu Félags- og vinnumálaráðuneytisins, sem nú hefur tekið við málaflokknum, á þessu viðfangsefni. Annað hvort hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að skylda vottunaraðila til að láta fara fram millivottun, skv. reglum sem gilda um vottunaraðila, verði afnumin, eða breyta lögunum um jafnlaunavottun og setja þar inn skýrt ákvæði um skyldu fyrirtækja og stofnana til að þurfa að undirgangast millivottanir þau ár sem þau þurfa ekki að láta staðfesta jafnlaunavottun. Eða ekki, þetta verður sennilega ekkert spennandi. Sjá nánar mál umboðsmanns Alþingis nr. 12716/2024. Höfundur er lögmaður og stjórnarmaður fyrirtækis sem er lögskylt að láta fara fram jafnlaunavottun (en ekki millivottun – ennþá).
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun