Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 09:31 Kona virðir fyrir sér listaverkið „Comedian“ sal Sotheby's í New York á dögunum. AP/Eduardo Munoz Alvarez Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara. Listaverkið kallast „Comedian“ eða „Grínisti“ og er eftir Maruizio Cattelan, ítalskan listamann. Það var fyrst opinberað á sýningu í Flórída árið 2019 og vakti þá gífurlega athygli. Á einum tímapunkti tók annar listamaður sig til og át bananann. Þrjár útgáfur af listaverkinu seldust þá á milli 120 og 150 þúsund dala, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fjarlægja þurfti listaverkið af umræddri sýningu vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það vakti. Nú hefur Justin Sun, stofnandi TRON rafmyntakauphallarinnar, keypt listaverkið á uppboði hjá Sotheby‘s. Í rauninni keypti hann vottorð sem gerir honum kleift að líma banana á vegg og kallað það „Grínista“, þar sem ekki er um eitt sérstakt listaverk að ræða heldur huglægt listaverk. AP segir uppboðið hafa farið af stað í átta hundruð þúsund dölum og upphæðin hafi hækkað gífurlega hratt. „Þetta eru orð sem ég hélt ég myndi aldrei segja: Fimm milljónir dala fyrir banana,“ sagði Oliver Barker, uppboðsstjórnandinn á einum tímapunkti. Uppboðið endaði í 5,2 milljónum en við það bættist svo ein milljón dala sem fer til uppboðsfyrirtækisins. Sun sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði „Grínistann“ ekki eingöngu listaverk, heldur menningarfyrirbæri sem brúi heima listarinnar, jarma (e. meme) og rafmynta. Þá sagðist hann ætla að éta bananann á næstu dögum. I’m thrilled to announce that I’ve bought the banana🍌 !!! @SpaceX @Sothebys I am Justin Sun, and I’m excited to share that I have successfully acquired Maurizio Cattelan’s iconic work, Comedian for $6.2 million. This is not just an artwork; it represents a cultural phenomenon… pic.twitter.com/lAj1RE6y0C— H.E. Justin Sun 🍌 (@justinsuntron) November 21, 2024 Bandaríkin Menning Rafmyntir Myndlist Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Listaverkið kallast „Comedian“ eða „Grínisti“ og er eftir Maruizio Cattelan, ítalskan listamann. Það var fyrst opinberað á sýningu í Flórída árið 2019 og vakti þá gífurlega athygli. Á einum tímapunkti tók annar listamaður sig til og át bananann. Þrjár útgáfur af listaverkinu seldust þá á milli 120 og 150 þúsund dala, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fjarlægja þurfti listaverkið af umræddri sýningu vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það vakti. Nú hefur Justin Sun, stofnandi TRON rafmyntakauphallarinnar, keypt listaverkið á uppboði hjá Sotheby‘s. Í rauninni keypti hann vottorð sem gerir honum kleift að líma banana á vegg og kallað það „Grínista“, þar sem ekki er um eitt sérstakt listaverk að ræða heldur huglægt listaverk. AP segir uppboðið hafa farið af stað í átta hundruð þúsund dölum og upphæðin hafi hækkað gífurlega hratt. „Þetta eru orð sem ég hélt ég myndi aldrei segja: Fimm milljónir dala fyrir banana,“ sagði Oliver Barker, uppboðsstjórnandinn á einum tímapunkti. Uppboðið endaði í 5,2 milljónum en við það bættist svo ein milljón dala sem fer til uppboðsfyrirtækisins. Sun sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagði „Grínistann“ ekki eingöngu listaverk, heldur menningarfyrirbæri sem brúi heima listarinnar, jarma (e. meme) og rafmynta. Þá sagðist hann ætla að éta bananann á næstu dögum. I’m thrilled to announce that I’ve bought the banana🍌 !!! @SpaceX @Sothebys I am Justin Sun, and I’m excited to share that I have successfully acquired Maurizio Cattelan’s iconic work, Comedian for $6.2 million. This is not just an artwork; it represents a cultural phenomenon… pic.twitter.com/lAj1RE6y0C— H.E. Justin Sun 🍌 (@justinsuntron) November 21, 2024
Bandaríkin Menning Rafmyntir Myndlist Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“