Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að vextir á verðtryggðum lánum hafi hækkað í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Vísir/Arnar Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki. Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki.
Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent