Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 18:13 Viktor Gyokeres skoraði fernu fyrir Svía í gær og varð markahæsti leikmaður Þjóðadeildarinnar. Getty/Michael Campanella Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið ákvörðun með leik Rúmeníu og Kósóvó sem var hætt þegar Kósóvómenn gengu af velli eftir kynþáttaníð rúmenskra áhorfenda. UEFA dæmdi Rúmenum 3-0 sigur í dag en staðan var markalaust þegar leikmenn Kósóvó gengu af velli. Þessi úrslit þýða að Rúmenar fara beint upp í B-deildina en Kósóvar fara í umspilið með okkur Íslendingum þar sem spilað er um laus æti í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. ESPN segir frá. Kósóvar gengur af velli í uppbótatíma leiksins vegna alls kyns rasískra söngva rúmenskra áhorfenda. Rúmenska knattspyrnusambandið fékk 128 þúsund evru sekt vegna þeirra sem gerir 18,7 milljónir í íslenskum krónum. Rúmenar þurfa einnig að spila næsta heimaleik án áhorfenda. Knattspyrnusamband Kósóvó þarf einnig að greiða sex þúsund evru sekt, 876 þúsund krónur, fyrir óásættanlega hegðun leikmanna sinna. Rúmenía viðurkennir ekki tilverurétt Kósóvó sem lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Það urðu einnig einhver átök á milli leikmanna liðanna þegar Kósóvar yfirgáfu völlinn. Leikurinn var stöðvaður í framhaldinu og svo flautaður af þegar Kósóvar neituðu að snúa aftur inn á völlinn. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að sænska knattspyrnusambandið geri mögulega athugasemd við dóminn. Þessi úrslit þýða nefnilega að sænska landsliðið gæti misst af sæti í umspili um laust sæti á næsta HM. Svíar eru nú númer níu í röðinni af þeim þjóðum sem fá sæti í umspil takist þeim ekki að komast í gegnum sjálfa undankeppnina. Rúmenar hoppuðu upp fyrir þá eftir þennan dóm. Ísland getur mætt Kósóvó í umspilinu en líka Slóvakíu, Búlgaríu og Armeníu. Það verður dregið á föstudaginn en leikirnir fara fram í mars á næsta ári. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmenum 3-0 sigur í dag en staðan var markalaust þegar leikmenn Kósóvó gengu af velli. Þessi úrslit þýða að Rúmenar fara beint upp í B-deildina en Kósóvar fara í umspilið með okkur Íslendingum þar sem spilað er um laus æti í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. ESPN segir frá. Kósóvar gengur af velli í uppbótatíma leiksins vegna alls kyns rasískra söngva rúmenskra áhorfenda. Rúmenska knattspyrnusambandið fékk 128 þúsund evru sekt vegna þeirra sem gerir 18,7 milljónir í íslenskum krónum. Rúmenar þurfa einnig að spila næsta heimaleik án áhorfenda. Knattspyrnusamband Kósóvó þarf einnig að greiða sex þúsund evru sekt, 876 þúsund krónur, fyrir óásættanlega hegðun leikmanna sinna. Rúmenía viðurkennir ekki tilverurétt Kósóvó sem lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008. Það urðu einnig einhver átök á milli leikmanna liðanna þegar Kósóvar yfirgáfu völlinn. Leikurinn var stöðvaður í framhaldinu og svo flautaður af þegar Kósóvar neituðu að snúa aftur inn á völlinn. Sænskir fjölmiðlar segja frá því að sænska knattspyrnusambandið geri mögulega athugasemd við dóminn. Þessi úrslit þýða nefnilega að sænska landsliðið gæti misst af sæti í umspili um laust sæti á næsta HM. Svíar eru nú númer níu í röðinni af þeim þjóðum sem fá sæti í umspil takist þeim ekki að komast í gegnum sjálfa undankeppnina. Rúmenar hoppuðu upp fyrir þá eftir þennan dóm. Ísland getur mætt Kósóvó í umspilinu en líka Slóvakíu, Búlgaríu og Armeníu. Það verður dregið á föstudaginn en leikirnir fara fram í mars á næsta ári. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira