Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:01 Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar, segir gæðin batna með hverri sendingu. Von er á stóru kössunum eftir helgi. Vísir/Einar Minna magn af klementínum er flutt til landsins og gæðin eru verri vegna náttúruhamfara á Spáni. Forstöðumaður innkaupa hjá Krónunni segir eðlilegt að landsmenn furði sig á klementínuskorti, enda sé ávöxturinn partur af jólunum. Margir hafa eflaust orðið varir við að mandarínurnar eru mun seinna á ferðinni nú en áður og þær fást bara í litlum kössum. Það er von á stóru kössunum eftir helgi en í mun minna magni en áður. „Þetta er búið að vera erfitt í ár. Þessir atburðir í Valencia á Spáni, þessar miklu rigningar og flóð, settu allt á annan endann á síðustu vikum,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar. „Við erum að fá klementínurnar frá Spáni á þessum tíma árs, frá október fram í febrúar. Sextíu prósent af framleiðslu Spánar kemur frá þessu héraði.“ Gæðin að batna Flóðin riðu yfir í lok október, yfir tvö hundruð létust og þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. Hamfarirnar hafa haft áhrif á gæði ávaxtanna. „Rakinn gerir ávextinum ekki gott en við finnum að gæðin sem voru að koma í hús í morgun eru betri en í síðustu viku.“ Þjófstart fyrir jólin Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í byrjun nóvembermánaðar. Fram kom í fréttum í gær að einungis sé von á fjórðungi venjulegs magns frá framleiðandanum Robin til landsins og gæti því orðið klementínuskortur fyrir jólin. Það er rótgróin jólahefð hjá Íslendingum að borða klementínur um jólin.Vísir/Einar „Okkar birgjar hafa fullvissað okkur um að Krónan fái allt það magn af klementínum sem við höfðum áætlað frá og með næstu viku,“ segir Bjarni. Viðskiptavinir hafi furðað sig á hvers vegna ávöxturinn fáist ekki. „Það er bara eðlilegt. Þetta er sá tími sem klementínurnar eru á borðum okkar. Þetta er svona smá þjófstart fyrir jólin.“ Neytendur Jól Matur Spánn Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg Sjá meira
Margir hafa eflaust orðið varir við að mandarínurnar eru mun seinna á ferðinni nú en áður og þær fást bara í litlum kössum. Það er von á stóru kössunum eftir helgi en í mun minna magni en áður. „Þetta er búið að vera erfitt í ár. Þessir atburðir í Valencia á Spáni, þessar miklu rigningar og flóð, settu allt á annan endann á síðustu vikum,“ segir Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar. „Við erum að fá klementínurnar frá Spáni á þessum tíma árs, frá október fram í febrúar. Sextíu prósent af framleiðslu Spánar kemur frá þessu héraði.“ Gæðin að batna Flóðin riðu yfir í lok október, yfir tvö hundruð létust og þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. Hamfarirnar hafa haft áhrif á gæði ávaxtanna. „Rakinn gerir ávextinum ekki gott en við finnum að gæðin sem voru að koma í hús í morgun eru betri en í síðustu viku.“ Þjófstart fyrir jólin Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í byrjun nóvembermánaðar. Fram kom í fréttum í gær að einungis sé von á fjórðungi venjulegs magns frá framleiðandanum Robin til landsins og gæti því orðið klementínuskortur fyrir jólin. Það er rótgróin jólahefð hjá Íslendingum að borða klementínur um jólin.Vísir/Einar „Okkar birgjar hafa fullvissað okkur um að Krónan fái allt það magn af klementínum sem við höfðum áætlað frá og með næstu viku,“ segir Bjarni. Viðskiptavinir hafi furðað sig á hvers vegna ávöxturinn fáist ekki. „Það er bara eðlilegt. Þetta er sá tími sem klementínurnar eru á borðum okkar. Þetta er svona smá þjófstart fyrir jólin.“
Neytendur Jól Matur Spánn Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg Sjá meira
Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 19. nóvember 2024 11:50
Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41
Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. 1. nóvember 2024 14:06