„Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2024 15:27 Nýi landsliðsbúningurinn. hsí Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest. Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira