Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar 20. nóvember 2024 13:33 Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta. Það þykir sennilega sjálfsagt mál núorðið en hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir okkur sem eldri erum rifjast upp margt forvitnilegt sem fallið hafði í gleymsku þegar við spáum í frelsishugtakinu. En frelsi, svona almennt, er mjög af hinu jákvæða, um það geta kannski flestir orðið sammála, aldnir sem ungir. Þeir sem orðnir eru miðaldra muna þá tíð er hundahald var með öllu óheimilt í Reykjavík. Var það meðal annars skýrt með þeim rökum að hundahaldi fylgdi mikill sóðaskapur og var þá sennilega vísað til hundaskítsins sem óneitanlega var hvimleiður. Hundaeigendum í dag, sem fara jafnan í göngutúra með besta vininum þykir þetta sennilega haldlítil rök þegar þeir munda lítinn grænan plastpoka og málið er úr sögunni. Þegar Varnarliðið hóf útsendingar í sjónvarpi á Viðreisnarárunum svonefndu, með miklu afþreyingarefni, var stöðin fljótlega bönnuð af íslenskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að vernda íslenska tungu og þó margir hafi saknað skemmtiefnisins var ekki gerður mikill ágreiningur um þetta. Það þótti sjálfsagt að skerða heldur frelsið en að tefla íslenskunni í voða. Á svipuðum tíma var ákveðið að á Íslandi skyldi starfa ein sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Sjónvarpsrekstur á örmarkaðinum Íslandi var strembinn og ýmislegt þar sem kyndugt þætti eða skoplegt í dag. Það voru engar útsendingar á fimmtudögum, því það var frídagur starfsmanna sjónvarpsins. Það var heldur enginn rekstur í júlí. Þá var einfaldlega skellt í lás í einn mánuð og voru þá starfsmenn sendir í sumarfrí. Það var lítill vilji til að senda út í lit, það þótti óráðsía rétt eins og þegar bændur mótmæltu komu landsímans á bernskuárum fullveldisins. Um miðjan níunda áratuginn á síðustu öld, gerðu ýmsir athafnamenn sér þann leik að kanna hvort mögulegt væri að stofna rekstur um einkarekið útvarp í fyrstu og síðar sjónvarp. Þingmenn tóku ekkert sérstaklega vel í þessi áform. Þaðan af síður þeir sem með stjórnvald á þessu sviði fóru. Þegar útvarpsútsendingar hófust loks í tilraunaskyni úr litlum sendi í Breiðholti, var harðskeytt lögreglusveit send á vettvang til að skella í lás. Einokun ríkisins á þessu sviði skyldi varin af ákveðni. Einkennilega harkaleg viðbrögð gegn áformum um sjónvarpsrekstur sneri mörgum á sveif með stofnendum Stöðvar 2, sem fór svo í loftið árið 1986 með glæsibrag, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Frelsið sigraði í þessum átökum en það var ekkert sjálfgefið, til þess þurftu þeir er studdu atvinnufrelsi og höfnuðu einokun á fjarskiptamarkaði að taka höndum saman. Það borgar sig að hafa þingmenn við Austurvöll sem skilja mikilvægi frelsis alls staðar þar sem því verður við komið. Þessu hafa verið gerð skýr skil í stefnuskrá Viðreisnar og munu þingmenn okkar standa vörð um þetta grundvallaratriði og láta frelsið njóta vafans þegar að því er sótt. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta. Það þykir sennilega sjálfsagt mál núorðið en hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir okkur sem eldri erum rifjast upp margt forvitnilegt sem fallið hafði í gleymsku þegar við spáum í frelsishugtakinu. En frelsi, svona almennt, er mjög af hinu jákvæða, um það geta kannski flestir orðið sammála, aldnir sem ungir. Þeir sem orðnir eru miðaldra muna þá tíð er hundahald var með öllu óheimilt í Reykjavík. Var það meðal annars skýrt með þeim rökum að hundahaldi fylgdi mikill sóðaskapur og var þá sennilega vísað til hundaskítsins sem óneitanlega var hvimleiður. Hundaeigendum í dag, sem fara jafnan í göngutúra með besta vininum þykir þetta sennilega haldlítil rök þegar þeir munda lítinn grænan plastpoka og málið er úr sögunni. Þegar Varnarliðið hóf útsendingar í sjónvarpi á Viðreisnarárunum svonefndu, með miklu afþreyingarefni, var stöðin fljótlega bönnuð af íslenskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að vernda íslenska tungu og þó margir hafi saknað skemmtiefnisins var ekki gerður mikill ágreiningur um þetta. Það þótti sjálfsagt að skerða heldur frelsið en að tefla íslenskunni í voða. Á svipuðum tíma var ákveðið að á Íslandi skyldi starfa ein sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Sjónvarpsrekstur á örmarkaðinum Íslandi var strembinn og ýmislegt þar sem kyndugt þætti eða skoplegt í dag. Það voru engar útsendingar á fimmtudögum, því það var frídagur starfsmanna sjónvarpsins. Það var heldur enginn rekstur í júlí. Þá var einfaldlega skellt í lás í einn mánuð og voru þá starfsmenn sendir í sumarfrí. Það var lítill vilji til að senda út í lit, það þótti óráðsía rétt eins og þegar bændur mótmæltu komu landsímans á bernskuárum fullveldisins. Um miðjan níunda áratuginn á síðustu öld, gerðu ýmsir athafnamenn sér þann leik að kanna hvort mögulegt væri að stofna rekstur um einkarekið útvarp í fyrstu og síðar sjónvarp. Þingmenn tóku ekkert sérstaklega vel í þessi áform. Þaðan af síður þeir sem með stjórnvald á þessu sviði fóru. Þegar útvarpsútsendingar hófust loks í tilraunaskyni úr litlum sendi í Breiðholti, var harðskeytt lögreglusveit send á vettvang til að skella í lás. Einokun ríkisins á þessu sviði skyldi varin af ákveðni. Einkennilega harkaleg viðbrögð gegn áformum um sjónvarpsrekstur sneri mörgum á sveif með stofnendum Stöðvar 2, sem fór svo í loftið árið 1986 með glæsibrag, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Frelsið sigraði í þessum átökum en það var ekkert sjálfgefið, til þess þurftu þeir er studdu atvinnufrelsi og höfnuðu einokun á fjarskiptamarkaði að taka höndum saman. Það borgar sig að hafa þingmenn við Austurvöll sem skilja mikilvægi frelsis alls staðar þar sem því verður við komið. Þessu hafa verið gerð skýr skil í stefnuskrá Viðreisnar og munu þingmenn okkar standa vörð um þetta grundvallaratriði og láta frelsið njóta vafans þegar að því er sótt. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun