„Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 12:02 Trausti Hjálmarsson, segir að sauðfjárbændur þurfi meiri hækkun á dilkakjöti, 35% hækkun dugi ekki til. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. Samkeppniseftirlitið beindi því til kjötafurðastöðva og samtaka þeirra í gær að stöðva þegar í stað samruna á grundvelli búvörulaga. Það kemur í kjölfar þess að dómari við Héraðsdóm Reyjavíkur sló því föstu á mánudag að afgreiðsla breytinga á búvörulögum í vor hafi stangast á við 44. grein stjórnarskrárinnar, um þrjár umræður á þingi. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðu dómsins verði áfrýjað. „Þessi dómur sem slíkur setur auðvitað mjög margt í ákveðið uppnám. Ég get ekki séð neitt annað í stöðunni annað en að Samkeppniseftirlitið verði að áfrýja þessum dómi og fá úr þessu skorið. Þetta er ekki gott fyrir neitt, hvorki Samkeppniseftirlitið né bændur eða neinn annan að hafa þessi mál í þessari upplausn,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Segir lögin skýr og bæta stöðu bænda og neytenda Breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum, og eru nú í uppnámi, snúast um að afurðarstöðvar eru undanþegnar samkeppnislögum. Markmiðið er að bæta stöðu bænda án þess að það skili sér út í verðlagið en gagnrýnendur á við Neytendasamtökin segja áhrifin þveröfug. „Það er búið að liggja fyrir og það hafa allir séð sem vilja sjá að það er löngu nauðsynlegt og beinlínis lífsnauðsynlegt fyrir bændastéttina á Íslandi að fara að fá jafn góð starfsskilyrði og starfsbræður okkar annars staðar í heiminum. Markmið laganna eru skýr og ég á erfitt með að skilja hvernig fólk getur gengið gegn markmiðum laganna um að lækka kostnað við vinnslu, sölu og dreifingu kjötvara á íslenskum markaði,“ segir Trausti. „Á sama tíma er eitt aðal markmiðið að bæta kjör bænda án þess þó að ganga á eða svína á kjörum neytenda. Það er algerlega með ólíkindum að fólk skuli ganga svona gegn þeim markmiðum laganna að lækka kostnað við vinnslu, sölu og dreifingu kjötvara. Bændur geta ekki búið við þessa óvissu lengur.“ Segir áhrifin ekki hafa skilað sér í haust Í skjóli þessara breytinga keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska, án þess að samruninn kæmi til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. „Hagræðingafrumvarpið var samþykkt í vor og það eru engin áhrif af því frumvarpi komin í gegn vegna þess að það er ekkert búið að gera. Sá samruni eða þau uppkaup sem áttu sér stað voru ekki fyrr en að áliðinni sláturtíð þannig að áhrif frumvarpsins hefðu farið að birtast okkur í verðlagningu til bænda næsta haust. Nú er það allt sett í uppnám með þessum dómi,“ segir Trausti. Væntir þess að afurðarstöðvarnar dragi úr innflutningi Eftir samrunann sér KS, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Er það ekki bara einokun? „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ segir Trausti. En er ekki skrítið að afurðarstöðvarnar séu undanskildar samkeppnislögum þegar kemur að innflutningi líka? „Ég held að það sé alveg á hreinu að þessi undanþága frá samkeppnislögum snerist um að hagræða fyrir bændur og það þarf að gefa bændum og framleiðendum á kjöti hér svigrúm til að geta staðið jafnfætis innflutningi,“ segir hann. „Þetta er eina raunhæfa aðgerðin til þess að íslenskur landbúnaður geti spyrnt við fótum og náð vopnum sínum gagnvart innflutningi, staðið í eðlilegri samkeppni gagnvart innflutningi. Vegna þess að innflutningur er sú samkeppni sem við búum við. Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa falaðist eftir því. Búvörusamningar Landbúnaður Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 19. nóvember 2024 21:44 „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. 19. nóvember 2024 18:32 Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. 19. nóvember 2024 15:28 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beindi því til kjötafurðastöðva og samtaka þeirra í gær að stöðva þegar í stað samruna á grundvelli búvörulaga. Það kemur í kjölfar þess að dómari við Héraðsdóm Reyjavíkur sló því föstu á mánudag að afgreiðsla breytinga á búvörulögum í vor hafi stangast á við 44. grein stjórnarskrárinnar, um þrjár umræður á þingi. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðu dómsins verði áfrýjað. „Þessi dómur sem slíkur setur auðvitað mjög margt í ákveðið uppnám. Ég get ekki séð neitt annað í stöðunni annað en að Samkeppniseftirlitið verði að áfrýja þessum dómi og fá úr þessu skorið. Þetta er ekki gott fyrir neitt, hvorki Samkeppniseftirlitið né bændur eða neinn annan að hafa þessi mál í þessari upplausn,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Segir lögin skýr og bæta stöðu bænda og neytenda Breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum, og eru nú í uppnámi, snúast um að afurðarstöðvar eru undanþegnar samkeppnislögum. Markmiðið er að bæta stöðu bænda án þess að það skili sér út í verðlagið en gagnrýnendur á við Neytendasamtökin segja áhrifin þveröfug. „Það er búið að liggja fyrir og það hafa allir séð sem vilja sjá að það er löngu nauðsynlegt og beinlínis lífsnauðsynlegt fyrir bændastéttina á Íslandi að fara að fá jafn góð starfsskilyrði og starfsbræður okkar annars staðar í heiminum. Markmið laganna eru skýr og ég á erfitt með að skilja hvernig fólk getur gengið gegn markmiðum laganna um að lækka kostnað við vinnslu, sölu og dreifingu kjötvara á íslenskum markaði,“ segir Trausti. „Á sama tíma er eitt aðal markmiðið að bæta kjör bænda án þess þó að ganga á eða svína á kjörum neytenda. Það er algerlega með ólíkindum að fólk skuli ganga svona gegn þeim markmiðum laganna að lækka kostnað við vinnslu, sölu og dreifingu kjötvara. Bændur geta ekki búið við þessa óvissu lengur.“ Segir áhrifin ekki hafa skilað sér í haust Í skjóli þessara breytinga keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska, án þess að samruninn kæmi til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. „Hagræðingafrumvarpið var samþykkt í vor og það eru engin áhrif af því frumvarpi komin í gegn vegna þess að það er ekkert búið að gera. Sá samruni eða þau uppkaup sem áttu sér stað voru ekki fyrr en að áliðinni sláturtíð þannig að áhrif frumvarpsins hefðu farið að birtast okkur í verðlagningu til bænda næsta haust. Nú er það allt sett í uppnám með þessum dómi,“ segir Trausti. Væntir þess að afurðarstöðvarnar dragi úr innflutningi Eftir samrunann sér KS, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Er það ekki bara einokun? „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ segir Trausti. En er ekki skrítið að afurðarstöðvarnar séu undanskildar samkeppnislögum þegar kemur að innflutningi líka? „Ég held að það sé alveg á hreinu að þessi undanþága frá samkeppnislögum snerist um að hagræða fyrir bændur og það þarf að gefa bændum og framleiðendum á kjöti hér svigrúm til að geta staðið jafnfætis innflutningi,“ segir hann. „Þetta er eina raunhæfa aðgerðin til þess að íslenskur landbúnaður geti spyrnt við fótum og náð vopnum sínum gagnvart innflutningi, staðið í eðlilegri samkeppni gagnvart innflutningi. Vegna þess að innflutningur er sú samkeppni sem við búum við. Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar fréttastofa falaðist eftir því.
Búvörusamningar Landbúnaður Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 19. nóvember 2024 21:44 „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. 19. nóvember 2024 18:32 Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. 19. nóvember 2024 15:28 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 19. nóvember 2024 21:44
„Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. 19. nóvember 2024 18:32
Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. 19. nóvember 2024 15:28