Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:45 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landamæri Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun