Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:17 Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun