Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2024 19:16 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki hafa rætt við landsliðsþjálfarann Age Hareide um framtíð hans í starfi. Staðan verði tekin eftir leik kvöldsins við Wales í Þjóðadeild karla. „Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
„Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Semple til Grindavíkur Körfubolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira