Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 15:00 Gísli Freyr Valdórsson heldur úti hlaðvarpinu Þjóðmálum. vísir/Vilhelm Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira