Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 13:48 Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér tölfræði yfir afgreiðslu mála á 155. löggjafarþingi sem lauk í gær. Vísir/Einar Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira