Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 11:33 Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Samgöngur Vegagerð Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun