Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:12 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“ Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir forystumenn samningsaðila hafa átt fundi um helgina og að á þeim fundum hafi verið tekin skref í þá átt að marka viðræðunum nýjan farveg. Um helgina hafi menn komið sér saman um einhvers konar endurhugsun á framgangi viðræðnanna sem geri von um það að sé hægt að koma í þeim í alvöru gang og það verði byrjað á því á morgun. Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar sveitarfélaga. „Það er búið að boða formlegan fund á morgun klukkan eitt og í dag erum við að undirbúa þann fund og vonandi er það upphafið að einhverri opnun í þessari deilu. Við erum að vona það og þess vegna erum við að leggja okkur öll fram núna að undirbúa það mjög vel.“ Hún segir allt kapp lagt á að reyna að leysa deiluna. „Við þurfum núna að sjá hvað næstu dagar bera í skauti sér. Það er verið að reyna allt sem hægt er til þess að finna leiðir út úr þessari deilu.“ Verkfallsaðgerðir kennara hófust fyrir þremur vikum í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu svo niður störf í dag og í næstu viku bætast við kennarar í þremur grunnskólum til viðbótar. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin en önnur tímabundin. Umboðsmaður barna hefur sagt verkfallsaðgerðirnar mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Þá hafa foreldrar barna gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar þar sem aðeins er um fáa skóla að ræða. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins hefur hins vegar sagt að þessi leið hafi verið farin með það í huga að snerta á öllum skólastigum með minni verkföllum í stað allsherjarverkfalls enda sé það ekki eins afgerandi. Inga Rún segir að verið sé að skoða aðgerðir vegna þess að verkfallið bitnar aðeins á litlum hópi barna en dómstólaleiðin er ein leiðin sem kemur til greina. „Þetta bitnar á litlum hópi og það er auðvitað mjög erfitt. Málið er í skoðun hjá okkur og það á bara svona aðeins eftir að koma í ljós,“ segir Inga Rún. Hún segir opinbera vinnuveitendur ekki hafa verkbannsrétt og því ekki hægt að grípa til hans. Dómstólaleiðin sé því sú leið sem hægt sé að fara í málum sem þessum. Á meðal þess sem kennarar hafa bent í baráttu sinni sé að faglærðum kennurum hafi fækkað og mikilvægt að bregðast við því. „Okkur er annt um kennarastéttina og okkur er annt um að hafa góða og vel menntaða kennara í störfum fyrir okkur. Við erum með margar aðrar stéttir sem við þurfum líka að passa upp á og við erum búin að gera samninga sem eru stefnumótandi og það bara skiptir mjög miklu máli í þessu dæmi.“
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira