Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 10:32 Marta á ferðinni með boltann í sigrinum sæta gegn Kansas City Current í gær. Getty/Dustin Markland Brasilíska goðsögnin Marta er enn mögnuð í fótbolta, orðin 38 ára gömul, og hún skoraði stórkostlegt sigurmark fyrir Orlando Pride þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Kansas City. Mark Mörtu var ekki bara stórkostlegt heldur skilaði það Orlando í úrslitaleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn. Markið má sjá hér að neðan en Marta skoraði það eftir hreint ótrúlegan sprett, þar sem hún fíflaði meðal annars tvo varnarmenn upp úr skónum með einni og sömu hreyfingunni, og lék svo einnig á markvörð Kansas. MARTA WITH A GOAL-OF-THE-YEAR CANDIDATE 🔥 🔥 ABSOLUTELY SENDS TWO DEFENDERS BEFORE SLOTTING IT HOME 😱 pic.twitter.com/77Iw4es5On— ESPN (@espn) November 17, 2024 There will never be too many angles of this Marta goal 🤩 pic.twitter.com/HSzgamZ9Nv— National Women’s Soccer League (@NWSL) November 17, 2024 Bandaríska landsliðskonan Alana Cook og Kayla Sharples vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst því það voru þær sem lágu eftir á grasinu eftir gabbhreyfingu Mörtu. Marta skoraði þarna sitt ellefta mark á leiktíðinni og í þriðja leiknum í röð. Hún kom Orlando í 3-1 á 82. mínútu og mark Vanessu DiBernardo í uppbótartíma dugði því Kansas ekki til að jafna metin. Debinha hafði komið Kansas yfir á 33. mínútu en Haley McCutcheon og hin sambíska Barbra Banda sáu til þess að Orlando kæmist yfir snemma í seinni hálfleik. Mark Banda var snoturt, þó það félli óneitanlega í skuggann á marki Mörtu. What a GOAL by Barbra Banda 🔥 Orlando Pride leads 2-1 in the NWSL semifinal 👀 pic.twitter.com/6eOjFb8yAx— ESPN (@espn) November 17, 2024 Eins og fyrr segir er Orlando, sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék áður með, nú komið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í fyrsta sinn, eftir að hafa einnig unnið deildarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið mætir Washington Spirit í úrslitaleiknum næstkomandi laugardag. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Mark Mörtu var ekki bara stórkostlegt heldur skilaði það Orlando í úrslitaleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn. Markið má sjá hér að neðan en Marta skoraði það eftir hreint ótrúlegan sprett, þar sem hún fíflaði meðal annars tvo varnarmenn upp úr skónum með einni og sömu hreyfingunni, og lék svo einnig á markvörð Kansas. MARTA WITH A GOAL-OF-THE-YEAR CANDIDATE 🔥 🔥 ABSOLUTELY SENDS TWO DEFENDERS BEFORE SLOTTING IT HOME 😱 pic.twitter.com/77Iw4es5On— ESPN (@espn) November 17, 2024 There will never be too many angles of this Marta goal 🤩 pic.twitter.com/HSzgamZ9Nv— National Women’s Soccer League (@NWSL) November 17, 2024 Bandaríska landsliðskonan Alana Cook og Kayla Sharples vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst því það voru þær sem lágu eftir á grasinu eftir gabbhreyfingu Mörtu. Marta skoraði þarna sitt ellefta mark á leiktíðinni og í þriðja leiknum í röð. Hún kom Orlando í 3-1 á 82. mínútu og mark Vanessu DiBernardo í uppbótartíma dugði því Kansas ekki til að jafna metin. Debinha hafði komið Kansas yfir á 33. mínútu en Haley McCutcheon og hin sambíska Barbra Banda sáu til þess að Orlando kæmist yfir snemma í seinni hálfleik. Mark Banda var snoturt, þó það félli óneitanlega í skuggann á marki Mörtu. What a GOAL by Barbra Banda 🔥 Orlando Pride leads 2-1 in the NWSL semifinal 👀 pic.twitter.com/6eOjFb8yAx— ESPN (@espn) November 17, 2024 Eins og fyrr segir er Orlando, sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék áður með, nú komið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í fyrsta sinn, eftir að hafa einnig unnið deildarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið mætir Washington Spirit í úrslitaleiknum næstkomandi laugardag.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira