Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 09:01 Frá bardaga þeirra Tyson og Paul. Vísir/Getty Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. Bardaga Tyson og Paul var beðið með nokkurri eftirvæntingu en YouTube-stjarnan Paul hefur einbeitt sér að hnefaleikum síðustu misserin og skoraði á Tyson í bardaga en Tyson er orðinn 58 ára gamall og keppti síðast í keppnisbardaga árið 2005. Það var Paul sem hafði síðan betur í bardaganum eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. „Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu“ Tyson var búinn að vera kokhrautur í undirbúningi fyrir bardagann en hann átti upphaflega að fara fram í júní en var þá frestað vegna veikinda Tyson sem glímdi við magasár. Eftir bardagann hyllti Paul Tyson og sagði það hafa verið heiður að mæta honum. Tyson tjáði sig síðan á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi. Hann segir að þetta hafi verið ein af þeim stundum þar sem maður vinnur þrátt fyrir að tapa. „Ég er þakklátur fyrir gærkvöldið. Engin eftirsjá að hafa farið inn í hringinn í síðasta skiptið,“ skrifar Tyson og kemur síðan inn á veikindin sem urðu til þess að fresta þurfti bardaganum í sumar. This is one of those situations when you lost but still won. I’m grateful for last night. No regrets to get in ring one last time. I almost died in June. Had 8 blood transfusions. Lost half my blood and 25lbs in hospital and had to fight to get healthy to fight so I won. To…— Mike Tyson (@MikeTyson) November 16, 2024 „Ég dó næstum því í júní. Ég fékk 8 blóðgjafir, missti helminginn af blóðinu og 11 kíló á sjúkrahúsi. Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu til að geta barist.“ Tyson segir að þetta hafi verið augnablik sem enginn getur ætlast til að upplifa. „Að börnin mín hafi séð mig standa andspænis og klára átta lotur gegn hæfileikaríkum hnefaleikmanni sem er helmingi yngri en ég. Fyrir framan troðfullan leikvang Dallas Cowboys. Það er reynsla sem enginn hefur rétt á að biðja um.“ Box Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Bardaga Tyson og Paul var beðið með nokkurri eftirvæntingu en YouTube-stjarnan Paul hefur einbeitt sér að hnefaleikum síðustu misserin og skoraði á Tyson í bardaga en Tyson er orðinn 58 ára gamall og keppti síðast í keppnisbardaga árið 2005. Það var Paul sem hafði síðan betur í bardaganum eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. „Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu“ Tyson var búinn að vera kokhrautur í undirbúningi fyrir bardagann en hann átti upphaflega að fara fram í júní en var þá frestað vegna veikinda Tyson sem glímdi við magasár. Eftir bardagann hyllti Paul Tyson og sagði það hafa verið heiður að mæta honum. Tyson tjáði sig síðan á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi. Hann segir að þetta hafi verið ein af þeim stundum þar sem maður vinnur þrátt fyrir að tapa. „Ég er þakklátur fyrir gærkvöldið. Engin eftirsjá að hafa farið inn í hringinn í síðasta skiptið,“ skrifar Tyson og kemur síðan inn á veikindin sem urðu til þess að fresta þurfti bardaganum í sumar. This is one of those situations when you lost but still won. I’m grateful for last night. No regrets to get in ring one last time. I almost died in June. Had 8 blood transfusions. Lost half my blood and 25lbs in hospital and had to fight to get healthy to fight so I won. To…— Mike Tyson (@MikeTyson) November 16, 2024 „Ég dó næstum því í júní. Ég fékk 8 blóðgjafir, missti helminginn af blóðinu og 11 kíló á sjúkrahúsi. Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu til að geta barist.“ Tyson segir að þetta hafi verið augnablik sem enginn getur ætlast til að upplifa. „Að börnin mín hafi séð mig standa andspænis og klára átta lotur gegn hæfileikaríkum hnefaleikmanni sem er helmingi yngri en ég. Fyrir framan troðfullan leikvang Dallas Cowboys. Það er reynsla sem enginn hefur rétt á að biðja um.“
Box Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira