Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 21:14 Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Getty Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarson og félagar þeirra í Melsungen sitja þægilega á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir góðan sigur á Magdeburg í kvöld. Melsungen hefur verið að spila vel á tímabilinu og var eitt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Magdeburg. Melsungen hafði aðeins tapað tveimur stigum í níu leikjum á tímabilinu en Magdeburg hafði sömuleiðis aðeins tapað einum leik en hafði leikið einum leik færra. Melsungen náði snemma frumkvæðinu í leiknum í dag. Liði leiddi 9-6 um miðjan fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15-12 heimaliðinu í vil. Melsungen náði síðan áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og komst í 20-14. Elvar Örn var að leika vel á þessum kafla, skoraði og lagði upp og setti heldur betur sín lóð á vogarskálarnar hjá Melsungen. Melsungen 31- 23 MagdeburgKristopans and Simic unstoppable tonight - and an amazing Melsungen defense.Melsungen have now defeated Kiel (a), Berlin (h) and Magdeburg (h) - and are still on top of the Bundesliga.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 16, 2024 Forystan varð mest átta mörk og lið Magdeburg í tómu brasi en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem virtist vera að spila af eðlilegri getu hjá meisturunum. Að lokum var það lið Melsungen sem vann nokkuð öruggan 31-23 sigur og heldur því toppsætinu. Magdeburg er fjórum stigum á eftir í 3. sæti en á leik til góða. Elvar Örn og Arnar Freyr skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í kvöld en Ómar Ingi var langmarkahæstur hjá Magdeburg með níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Óðinn markahæstur í bikarsigri Í Sviss mættust Kadetten Schaffhausen og Basel í bikarkeppninni en Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með fyrrnefnda liðinu sem hefur verið það besta í svissneska boltanum síðustu misserin. Skemmst er frá því að segja að Óðinn Þór fór á kostum í leiknum. Hann var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen með níu mörk og það án þess að klikka á skoti. Óðinn Þór og félagar unnu 38-33 sigur og fara því áfram í næstu umferð bikarkeppninnar. Þýski handboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Melsungen hefur verið að spila vel á tímabilinu og var eitt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Magdeburg. Melsungen hafði aðeins tapað tveimur stigum í níu leikjum á tímabilinu en Magdeburg hafði sömuleiðis aðeins tapað einum leik en hafði leikið einum leik færra. Melsungen náði snemma frumkvæðinu í leiknum í dag. Liði leiddi 9-6 um miðjan fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15-12 heimaliðinu í vil. Melsungen náði síðan áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og komst í 20-14. Elvar Örn var að leika vel á þessum kafla, skoraði og lagði upp og setti heldur betur sín lóð á vogarskálarnar hjá Melsungen. Melsungen 31- 23 MagdeburgKristopans and Simic unstoppable tonight - and an amazing Melsungen defense.Melsungen have now defeated Kiel (a), Berlin (h) and Magdeburg (h) - and are still on top of the Bundesliga.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 16, 2024 Forystan varð mest átta mörk og lið Magdeburg í tómu brasi en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem virtist vera að spila af eðlilegri getu hjá meisturunum. Að lokum var það lið Melsungen sem vann nokkuð öruggan 31-23 sigur og heldur því toppsætinu. Magdeburg er fjórum stigum á eftir í 3. sæti en á leik til góða. Elvar Örn og Arnar Freyr skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í kvöld en Ómar Ingi var langmarkahæstur hjá Magdeburg með níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Óðinn markahæstur í bikarsigri Í Sviss mættust Kadetten Schaffhausen og Basel í bikarkeppninni en Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með fyrrnefnda liðinu sem hefur verið það besta í svissneska boltanum síðustu misserin. Skemmst er frá því að segja að Óðinn Þór fór á kostum í leiknum. Hann var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen með níu mörk og það án þess að klikka á skoti. Óðinn Þór og félagar unnu 38-33 sigur og fara því áfram í næstu umferð bikarkeppninnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti