Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 14:02 Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun