Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 11:33 Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga; Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, við undirritun samningsins í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að augnlæknar verði með móttöku á Egilsstöðum fimm til sjö sinnum á ári, fimm daga í senn. Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað og verður Heilbrigðisstofnunin með sérþjálfaðan starfsmann sem sinni þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. Augnlæknar hafi ekki verið með þjónustu á Austurlandi um nokkurt skeið og því miklar vonir bundnar við þjónustuna. Þá kemur fram að augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni væru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis. Þurfi ekki lengur að fara um langan veg fyrir þjónustu „Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Samningurinn gæti jafnframt orðið „fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land“. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sagði fólk á stofnuninni hafa fundið fyrir skorti á þjónustu augnlækna á svæðinu. Margir hafi þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustu augnlækna og margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. „Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð. Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,“ sagði Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að augnlæknar verði með móttöku á Egilsstöðum fimm til sjö sinnum á ári, fimm daga í senn. Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað og verður Heilbrigðisstofnunin með sérþjálfaðan starfsmann sem sinni þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. Augnlæknar hafi ekki verið með þjónustu á Austurlandi um nokkurt skeið og því miklar vonir bundnar við þjónustuna. Þá kemur fram að augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni væru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis. Þurfi ekki lengur að fara um langan veg fyrir þjónustu „Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Samningurinn gæti jafnframt orðið „fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land“. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sagði fólk á stofnuninni hafa fundið fyrir skorti á þjónustu augnlækna á svæðinu. Margir hafi þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustu augnlækna og margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. „Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð. Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,“ sagði Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.
Sjúkratryggingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira