Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Á því er ekki nokkur vafi að nýsköpun á sviði heilbrigðismála getur létt á álagi á opinbera heilbrigðiskerfinu og starfsmönnum þess auk þess að stórbæta þjónustu til landsmanna. Raunin er þó sú að nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hafa mætt viðvarandi hindrunum undanfarin ár af hálfu opinberra stofnana - þá sérstaklega embætti Landlæknis. Það skýtur því vægast sagt skökku við að Samfylkingin tefli landlækni fram í oddvitasæti og kynni sig sem flokk með „útspil“ um öruggt heilbrigðiskerfi, á meðan dæmin sýna að aðgangshindranir og einokun hafa ráðið för sem þvert á móti vegur að öryggi heilbrigðiskerfisins. Embætti landlæknis hefur nýlega synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna, þ.e. blóðmælingar og myndgreiningu án sérstakrar tilvísunar frá lækni, með rökum um mögulegan heilsukvíða einstaklinga og mögulegt falskt öryggi. Þannig telur sá landlæknir (sem nú hefur tekið sér leyfi frá störfum á meðan framboði fyrir Samfylkingunni er sinnt) að einstaklingar eigi ekki að hafa sjálfir frelsi eða ákvörðunarrétt til að afla fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir landlækni að endurskoða þessar ákvarðanir sínar sökum þess að þær séu of íþyngjandi og brjóti í bága við lög. Heilbrigðiskerfi í fjötrum Markaðurinn fyrir heilbrigðistækni á Íslandi afar einsleitur, einkum og sér í lagi vegna ofangreindrar afstöðu Landlæknis. Tímamótaúrskurður kærunefndar útboðsmála árið 2022 sýndi fram á að embætti Landlæknis hafi átt milljarða viðskipti við einn einkaaðila á markaði án útboðs í langan tíma. Þau viðskipti hafa valdið tortryggni og skapað hindranir fyrir ný fyrirtæki að bjóða fram sínar lausnir. Embætti landlæknis lét þó ekki staðar numið og stefndi nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dómstóla til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt. Aðgerðir landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum og í þágu sérhagsmunaaðila - eru skaðlegar fyrir samkeppni, heilbrigðiskerfið og öryggi þess, auk ríkissjóðs. Kemur því ekki á óvart að aðgangshindranir landlæknis undanfarin ár hafi verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Til að nýsköpun nái að blómstra þarf móttækilegt kerfi sem stuðlar að auknu aðgengi nýrra lausna en ekki bannað þær. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en hún er nýsköpunarstyrkur og með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Við eigum að grípa þau tækifæri sem fylgja nýjum lausnum og tækninni sem getur bætt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og þjónusta við sjúklinga og annarra verður betri. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðismála, með hagsmuni og heilsufar allra landsmanna að leiðarljósi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á því er ekki nokkur vafi að nýsköpun á sviði heilbrigðismála getur létt á álagi á opinbera heilbrigðiskerfinu og starfsmönnum þess auk þess að stórbæta þjónustu til landsmanna. Raunin er þó sú að nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hafa mætt viðvarandi hindrunum undanfarin ár af hálfu opinberra stofnana - þá sérstaklega embætti Landlæknis. Það skýtur því vægast sagt skökku við að Samfylkingin tefli landlækni fram í oddvitasæti og kynni sig sem flokk með „útspil“ um öruggt heilbrigðiskerfi, á meðan dæmin sýna að aðgangshindranir og einokun hafa ráðið för sem þvert á móti vegur að öryggi heilbrigðiskerfisins. Embætti landlæknis hefur nýlega synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna, þ.e. blóðmælingar og myndgreiningu án sérstakrar tilvísunar frá lækni, með rökum um mögulegan heilsukvíða einstaklinga og mögulegt falskt öryggi. Þannig telur sá landlæknir (sem nú hefur tekið sér leyfi frá störfum á meðan framboði fyrir Samfylkingunni er sinnt) að einstaklingar eigi ekki að hafa sjálfir frelsi eða ákvörðunarrétt til að afla fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir landlækni að endurskoða þessar ákvarðanir sínar sökum þess að þær séu of íþyngjandi og brjóti í bága við lög. Heilbrigðiskerfi í fjötrum Markaðurinn fyrir heilbrigðistækni á Íslandi afar einsleitur, einkum og sér í lagi vegna ofangreindrar afstöðu Landlæknis. Tímamótaúrskurður kærunefndar útboðsmála árið 2022 sýndi fram á að embætti Landlæknis hafi átt milljarða viðskipti við einn einkaaðila á markaði án útboðs í langan tíma. Þau viðskipti hafa valdið tortryggni og skapað hindranir fyrir ný fyrirtæki að bjóða fram sínar lausnir. Embætti landlæknis lét þó ekki staðar numið og stefndi nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dómstóla til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt. Aðgerðir landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum og í þágu sérhagsmunaaðila - eru skaðlegar fyrir samkeppni, heilbrigðiskerfið og öryggi þess, auk ríkissjóðs. Kemur því ekki á óvart að aðgangshindranir landlæknis undanfarin ár hafi verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Til að nýsköpun nái að blómstra þarf móttækilegt kerfi sem stuðlar að auknu aðgengi nýrra lausna en ekki bannað þær. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en hún er nýsköpunarstyrkur og með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Við eigum að grípa þau tækifæri sem fylgja nýjum lausnum og tækninni sem getur bætt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og þjónusta við sjúklinga og annarra verður betri. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðismála, með hagsmuni og heilsufar allra landsmanna að leiðarljósi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun