Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 09:31 Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands Vísir/Getty Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. „Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
„Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15
Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18
Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01