Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar 15. nóvember 2024 14:16 Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur. Íslenska króna hefur í rúman áratug verið mjög stöðug mynt, álíka stöðug og evran og styrkst gagnvart henni. Því höfum við náð með markvissri stefnu um að breikka útflutningstsstoðir, bæta skuldastöðu hagkerfisins og að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Við búum einfaldlega nú þegar við töluverðan gengisstöðugleika. Enda vísa talsmenn evrunnar ekki í nýliðinn tíma heldur fara gjarnan áratugi aftur í tímann í leit að sönnun fyrir gengissveiflum krónunnar. En hvað er svona miklu betra í ESB? Eru launin hærri? Aldeilis ekki. Fleiri störf? Þvert á móti, atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu er tæplega 15%. Staðreyndin er sú að ESB og evrusvæðið sitja eftir og samkeppnishæfni svæðisins fer dvínandi. Afleiðingin er lítill hagvöxtur. Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB. Okkar hagsmunamat fyrir Íslendinga er einfalt: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins en áfram í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í EES. Íslendingum hefur farnast vel utan sambandsins og þar eru blikur á lofti með mjög veikum efnahagshorfum. Vandamálið okkar er of hátt vaxtastig, sem er tekið að lækka og mun lækka áfram, líklega í næstu viku. Í því eru engar töfralausnir hvort sem gjaldmiðillinn kallast evra, króna eða tælenskt bat. Þeir sem boða breytingar á sambandi Íslands við ESB segjast vilja dóm kjósenda í málinu. Næsta tækifæri kjósenda er 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki aðild Íslands að ESB. Af þeirri augljósu ástæðu styður flokkurinn ekki að aðildarviðræður við ESB fari af stað að nýju. ESB flokkarnir Samfylking og Viðreisn ætla að setja málið á dagskrá fái þeir til þess umboð. Til að fara í atkvæðagreiðlsu þurfa þeir meirihluta í þinginu og pólitískan vilja til að leiða Ísland í framhaldinu inn í ESB, sé það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. Flokkarnir virðast hafa tapað trú á stöðu, styrk og tækifærum íslensku þjóðarinnar sem frjálsrar, sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert og mun aldrei gera. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Íslenska krónan Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur. Íslenska króna hefur í rúman áratug verið mjög stöðug mynt, álíka stöðug og evran og styrkst gagnvart henni. Því höfum við náð með markvissri stefnu um að breikka útflutningstsstoðir, bæta skuldastöðu hagkerfisins og að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Við búum einfaldlega nú þegar við töluverðan gengisstöðugleika. Enda vísa talsmenn evrunnar ekki í nýliðinn tíma heldur fara gjarnan áratugi aftur í tímann í leit að sönnun fyrir gengissveiflum krónunnar. En hvað er svona miklu betra í ESB? Eru launin hærri? Aldeilis ekki. Fleiri störf? Þvert á móti, atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu er tæplega 15%. Staðreyndin er sú að ESB og evrusvæðið sitja eftir og samkeppnishæfni svæðisins fer dvínandi. Afleiðingin er lítill hagvöxtur. Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB. Okkar hagsmunamat fyrir Íslendinga er einfalt: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins en áfram í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í EES. Íslendingum hefur farnast vel utan sambandsins og þar eru blikur á lofti með mjög veikum efnahagshorfum. Vandamálið okkar er of hátt vaxtastig, sem er tekið að lækka og mun lækka áfram, líklega í næstu viku. Í því eru engar töfralausnir hvort sem gjaldmiðillinn kallast evra, króna eða tælenskt bat. Þeir sem boða breytingar á sambandi Íslands við ESB segjast vilja dóm kjósenda í málinu. Næsta tækifæri kjósenda er 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki aðild Íslands að ESB. Af þeirri augljósu ástæðu styður flokkurinn ekki að aðildarviðræður við ESB fari af stað að nýju. ESB flokkarnir Samfylking og Viðreisn ætla að setja málið á dagskrá fái þeir til þess umboð. Til að fara í atkvæðagreiðlsu þurfa þeir meirihluta í þinginu og pólitískan vilja til að leiða Ísland í framhaldinu inn í ESB, sé það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. Flokkarnir virðast hafa tapað trú á stöðu, styrk og tækifærum íslensku þjóðarinnar sem frjálsrar, sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert og mun aldrei gera. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun