Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2024 07:16 Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun