27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 07:04 Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Í gær barst þetta mál aftur í fréttir, því nú er kaupandinn búinn að fara í einhverjar innréttingar á húsinu og hefur auglýst það til sölu á 83 milljónir. Ef fasteignin verður seld á þessu verði þá er það 27-földun fjárfestingarinnar á einu ári. Manni blöskrar fregnir sem þessar því þarna birtist okkur eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér. Því miður er þetta langt frá því að vera eina dæmi þess að heimili fólks séu seld á nauðungaruppboðum fyrir mun lægra verð en svarar gangverði fasteigna á markaði. Við í Flokki fólksins höfum lagt fram frumvarp til að binda enda á þetta óréttlæti. Við viljum að það verði meginreglan að þegar yfirvöld fara fram á nauðungarsölu þá skuli fasteignir seldar á almennum markaði en ekki með uppboði. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skilgreinir fullnægjandi húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara. Að sama skapi setur Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jákvæðar skyldur á aðildarríki þess samnings til að veita borgurum sínum grundvallarréttindi viðunandi lífskjara; fæði, klæði og húsnæði. Það er því með öllu ljóst réttur til húsnæðis telst til grundvallarmannréttinda. Nauðungarsala fasteignar einstaklings er eitt af þyngstu úrræðum réttarkerfisins en í því felst að eign sé komið í verð í þeim tilgangi að kröfur sem á eigninni hvíla, verði efndar til fulls. Í þessum tilvikum missir fólk húsnæðið sitt og lendir jafnvel á götunni. Ef efndir fást ekki upp í skuldir fólks situr það jafnvel uppi með tugmilljóna skuldir þrátt fyrir að hafa misst heimili sitt, sem seldist eflaust langt undir markaðsverði á uppboði sýslumanns. Dæmin sýna að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að eignir verði seldar langt undir markaðsverði. Heimild er til staðar til þess að eign verði seld á almennum markaði en sú heimild er sjaldan kynnt fyrir skuldurum og er verulega vannýtt. Af öllum nauðungarsölum síðustu tíu ára var hlutfall þeirra fasteigna sem seldar voru á almennum markaði tæp 0,2% (8 eignir af 4.148 eignum). Það verður að breyta lögum og gera það að meginreglu að við nauðungarsölu verði fasteignir seldar á almennum markaði. Það myndi koma í veg fyrir að eignir verði seldar á hrakvirði á uppboði sem enginn vissi af. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem umbreytir þessari meginreglu nauðungarsölulaganna. Þetta er augljóst sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að verði samþykkt á Alþingi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Í gær barst þetta mál aftur í fréttir, því nú er kaupandinn búinn að fara í einhverjar innréttingar á húsinu og hefur auglýst það til sölu á 83 milljónir. Ef fasteignin verður seld á þessu verði þá er það 27-földun fjárfestingarinnar á einu ári. Manni blöskrar fregnir sem þessar því þarna birtist okkur eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér. Því miður er þetta langt frá því að vera eina dæmi þess að heimili fólks séu seld á nauðungaruppboðum fyrir mun lægra verð en svarar gangverði fasteigna á markaði. Við í Flokki fólksins höfum lagt fram frumvarp til að binda enda á þetta óréttlæti. Við viljum að það verði meginreglan að þegar yfirvöld fara fram á nauðungarsölu þá skuli fasteignir seldar á almennum markaði en ekki með uppboði. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skilgreinir fullnægjandi húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara. Að sama skapi setur Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jákvæðar skyldur á aðildarríki þess samnings til að veita borgurum sínum grundvallarréttindi viðunandi lífskjara; fæði, klæði og húsnæði. Það er því með öllu ljóst réttur til húsnæðis telst til grundvallarmannréttinda. Nauðungarsala fasteignar einstaklings er eitt af þyngstu úrræðum réttarkerfisins en í því felst að eign sé komið í verð í þeim tilgangi að kröfur sem á eigninni hvíla, verði efndar til fulls. Í þessum tilvikum missir fólk húsnæðið sitt og lendir jafnvel á götunni. Ef efndir fást ekki upp í skuldir fólks situr það jafnvel uppi með tugmilljóna skuldir þrátt fyrir að hafa misst heimili sitt, sem seldist eflaust langt undir markaðsverði á uppboði sýslumanns. Dæmin sýna að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að eignir verði seldar langt undir markaðsverði. Heimild er til staðar til þess að eign verði seld á almennum markaði en sú heimild er sjaldan kynnt fyrir skuldurum og er verulega vannýtt. Af öllum nauðungarsölum síðustu tíu ára var hlutfall þeirra fasteigna sem seldar voru á almennum markaði tæp 0,2% (8 eignir af 4.148 eignum). Það verður að breyta lögum og gera það að meginreglu að við nauðungarsölu verði fasteignir seldar á almennum markaði. Það myndi koma í veg fyrir að eignir verði seldar á hrakvirði á uppboði sem enginn vissi af. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem umbreytir þessari meginreglu nauðungarsölulaganna. Þetta er augljóst sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að verði samþykkt á Alþingi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun