Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2024 09:31 Adriano hefur glímt við alkahólisma í mörg ár. Adriano segir að ferill sinn sé mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum. Brasilíumaðurinn glímir við alkahólisma og margir höfðu áhyggjur af honum eftir að myndband af honum þamba bjór úti á götu fór í dreifingu. Adriano þótti einn besti framherji heims á sínum tíma og skoraði 27 mörk í 48 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Bestu ár sín átti hann hjá Inter en ferilinn fjaraði smám saman út og lauk 2016. Brasilíumaðurinn hefur nú tjáð sig um líf sitt við The Players Tribune. Þar segist hann hafa kastað hæfileikum sínum á glæ. „Veistu hvernig það er að vera vonarstjarna? Ég veit það. Meðal annars að uppfylla ekki allar væntingar. Mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum? Það er ég,“ sagði Adriano. „Ég er hrifinn af þessu orði: sóun. Ekki aðeins hvernig það hljómar heldur því ég er heltekinn af því að sólunda lífi mínu. Ég nota ekki eiturlyf eins og þeir reyna að sanna. Ég er ekki glæpamaður en ég hefði að sjálfsögðu getað leiðst inn á þá braut. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér. Ég drekk á hverjum degi. Hvernig endar maður í þeirri stöðu? Ég er ekki fyrir það að útskýra það fyrir öðrum. En hér er ein útskýring. Ég drekk því ég það er ekki auðvelt að vera vonarstjarna sem stendur í skuld. Og þetta versnar með árunum.“ Þegar Adriano var á hátindi ferilsins lést faðir hans og eftir það hallaði hratt undan fæti hjá honum og alkahólisminn náði tökum á honum. Sem fyrr sagði óttuðust margir um Adriano eftir að myndband af honum drukknum úti á götu fór á flug á samfélagsmiðlum. Adriano ráfaði berfættur um miðjan dag, út úr heiminum vegna drykkju og í skelfilegu ástandi. 👎Preocupante: #Adriano reapareció en un video en el que se lo ve alcoholizado en medio de una favela❗️El fallecimiento de su padre cambió todo, dejó de cuidarse y comenzó su problema con la bebida ❌️A los 34 años, dejó el fútbol, la vida de lujos y es noticia por este tipo… pic.twitter.com/CGGhpHxIRI— doble amarilla ⭐️⭐️⭐️ (@okdobleamarilla) November 1, 2024 Fótbolti Brasilía Áfengi og tóbak Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Adriano þótti einn besti framherji heims á sínum tíma og skoraði 27 mörk í 48 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Bestu ár sín átti hann hjá Inter en ferilinn fjaraði smám saman út og lauk 2016. Brasilíumaðurinn hefur nú tjáð sig um líf sitt við The Players Tribune. Þar segist hann hafa kastað hæfileikum sínum á glæ. „Veistu hvernig það er að vera vonarstjarna? Ég veit það. Meðal annars að uppfylla ekki allar væntingar. Mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum? Það er ég,“ sagði Adriano. „Ég er hrifinn af þessu orði: sóun. Ekki aðeins hvernig það hljómar heldur því ég er heltekinn af því að sólunda lífi mínu. Ég nota ekki eiturlyf eins og þeir reyna að sanna. Ég er ekki glæpamaður en ég hefði að sjálfsögðu getað leiðst inn á þá braut. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér. Ég drekk á hverjum degi. Hvernig endar maður í þeirri stöðu? Ég er ekki fyrir það að útskýra það fyrir öðrum. En hér er ein útskýring. Ég drekk því ég það er ekki auðvelt að vera vonarstjarna sem stendur í skuld. Og þetta versnar með árunum.“ Þegar Adriano var á hátindi ferilsins lést faðir hans og eftir það hallaði hratt undan fæti hjá honum og alkahólisminn náði tökum á honum. Sem fyrr sagði óttuðust margir um Adriano eftir að myndband af honum drukknum úti á götu fór á flug á samfélagsmiðlum. Adriano ráfaði berfættur um miðjan dag, út úr heiminum vegna drykkju og í skelfilegu ástandi. 👎Preocupante: #Adriano reapareció en un video en el que se lo ve alcoholizado en medio de una favela❗️El fallecimiento de su padre cambió todo, dejó de cuidarse y comenzó su problema con la bebida ❌️A los 34 años, dejó el fútbol, la vida de lujos y es noticia por este tipo… pic.twitter.com/CGGhpHxIRI— doble amarilla ⭐️⭐️⭐️ (@okdobleamarilla) November 1, 2024
Fótbolti Brasilía Áfengi og tóbak Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira