Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar 13. nóvember 2024 09:02 Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Mikil verðmætasköpun á sér stað á Vestfjörðum, meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar og þrótti í nýsköpun á undanförnum árum, en vegirnir, sem sumir voru lagðir fyrir hálfri öld eru víða ófullnægjandi og eru íbúum og atvinnulífi til trafala. Fundur Innviðafélags Vestfjarða var vart búinn þegar aurskriður fóru að falla á vegina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi innviðaskuld er sérlega þungbær þegar vetrarþjónusta er ófullnægjandi, eins og fram kemur í könnun Vestfjarðastofu þar sem stór hluti íbúa sunnanverðra Vestfjarða veigrar sér við að fara á milli byggðarlaga á veturna. Vegna þessa er verðmætasköpun hamlað og samgöngubætur sem þó hafa orðið nýtast ekki eins og til var ætlast. Einnig koma þessar takmarkanir niður á heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar þurfa oft að ferðast langar leiðir yfir ótryggar leiðir til að komast í nauðsynlega aðhlynningu. Að bregðast við þessu er eitt af forgangsatriðum okkar. Við styðjum hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða enda byggist Sjálfstæðisstefnan m.a. á því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi þrisvar á þessu kjörtímabili, sem myndi opna á þann möguleika að heimamenn myndu sjálfir hafa meira vald til að flýta framkvæmdum. Samgöngubætur eru nauðsynlegur þáttur í því að íbúar kjördæmisins njóti sömu lífsgæða og aðrir landshlutar. Þörfin fyrir betri vegi er ekki bara spurning um þægindi heldur um sjálfbærni svæðisins, lífsgæði og öryggi. Þörfin er ekki eingöngu á Vestfjörðum heldur víðar í kjördæminu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi standa vörð um grundvallarkröfur íbúa og stefna á að bæta innviðina með það að markmiði að efla samfélagið og gera Norðvesturkjördæmi að jafnoka annarra svæða á landinu. Það eru ekki bara hagsmunir kjördæmisins, heldur landsmanna allra að samgöngur séu greiðar í Norðvesturkjördæmi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólafur Adolfsson Samgöngur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Mikil verðmætasköpun á sér stað á Vestfjörðum, meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar og þrótti í nýsköpun á undanförnum árum, en vegirnir, sem sumir voru lagðir fyrir hálfri öld eru víða ófullnægjandi og eru íbúum og atvinnulífi til trafala. Fundur Innviðafélags Vestfjarða var vart búinn þegar aurskriður fóru að falla á vegina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi innviðaskuld er sérlega þungbær þegar vetrarþjónusta er ófullnægjandi, eins og fram kemur í könnun Vestfjarðastofu þar sem stór hluti íbúa sunnanverðra Vestfjarða veigrar sér við að fara á milli byggðarlaga á veturna. Vegna þessa er verðmætasköpun hamlað og samgöngubætur sem þó hafa orðið nýtast ekki eins og til var ætlast. Einnig koma þessar takmarkanir niður á heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar þurfa oft að ferðast langar leiðir yfir ótryggar leiðir til að komast í nauðsynlega aðhlynningu. Að bregðast við þessu er eitt af forgangsatriðum okkar. Við styðjum hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða enda byggist Sjálfstæðisstefnan m.a. á því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi þrisvar á þessu kjörtímabili, sem myndi opna á þann möguleika að heimamenn myndu sjálfir hafa meira vald til að flýta framkvæmdum. Samgöngubætur eru nauðsynlegur þáttur í því að íbúar kjördæmisins njóti sömu lífsgæða og aðrir landshlutar. Þörfin fyrir betri vegi er ekki bara spurning um þægindi heldur um sjálfbærni svæðisins, lífsgæði og öryggi. Þörfin er ekki eingöngu á Vestfjörðum heldur víðar í kjördæminu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi standa vörð um grundvallarkröfur íbúa og stefna á að bæta innviðina með það að markmiði að efla samfélagið og gera Norðvesturkjördæmi að jafnoka annarra svæða á landinu. Það eru ekki bara hagsmunir kjördæmisins, heldur landsmanna allra að samgöngur séu greiðar í Norðvesturkjördæmi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun