Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar 13. nóvember 2024 09:02 Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Mikil verðmætasköpun á sér stað á Vestfjörðum, meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar og þrótti í nýsköpun á undanförnum árum, en vegirnir, sem sumir voru lagðir fyrir hálfri öld eru víða ófullnægjandi og eru íbúum og atvinnulífi til trafala. Fundur Innviðafélags Vestfjarða var vart búinn þegar aurskriður fóru að falla á vegina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi innviðaskuld er sérlega þungbær þegar vetrarþjónusta er ófullnægjandi, eins og fram kemur í könnun Vestfjarðastofu þar sem stór hluti íbúa sunnanverðra Vestfjarða veigrar sér við að fara á milli byggðarlaga á veturna. Vegna þessa er verðmætasköpun hamlað og samgöngubætur sem þó hafa orðið nýtast ekki eins og til var ætlast. Einnig koma þessar takmarkanir niður á heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar þurfa oft að ferðast langar leiðir yfir ótryggar leiðir til að komast í nauðsynlega aðhlynningu. Að bregðast við þessu er eitt af forgangsatriðum okkar. Við styðjum hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða enda byggist Sjálfstæðisstefnan m.a. á því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi þrisvar á þessu kjörtímabili, sem myndi opna á þann möguleika að heimamenn myndu sjálfir hafa meira vald til að flýta framkvæmdum. Samgöngubætur eru nauðsynlegur þáttur í því að íbúar kjördæmisins njóti sömu lífsgæða og aðrir landshlutar. Þörfin fyrir betri vegi er ekki bara spurning um þægindi heldur um sjálfbærni svæðisins, lífsgæði og öryggi. Þörfin er ekki eingöngu á Vestfjörðum heldur víðar í kjördæminu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi standa vörð um grundvallarkröfur íbúa og stefna á að bæta innviðina með það að markmiði að efla samfélagið og gera Norðvesturkjördæmi að jafnoka annarra svæða á landinu. Það eru ekki bara hagsmunir kjördæmisins, heldur landsmanna allra að samgöngur séu greiðar í Norðvesturkjördæmi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólafur Adolfsson Samgöngur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Mikil verðmætasköpun á sér stað á Vestfjörðum, meðal annars vegna aukinnar atvinnuuppbyggingar og þrótti í nýsköpun á undanförnum árum, en vegirnir, sem sumir voru lagðir fyrir hálfri öld eru víða ófullnægjandi og eru íbúum og atvinnulífi til trafala. Fundur Innviðafélags Vestfjarða var vart búinn þegar aurskriður fóru að falla á vegina með þeim afleiðingum að þeir lokuðust á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi innviðaskuld er sérlega þungbær þegar vetrarþjónusta er ófullnægjandi, eins og fram kemur í könnun Vestfjarðastofu þar sem stór hluti íbúa sunnanverðra Vestfjarða veigrar sér við að fara á milli byggðarlaga á veturna. Vegna þessa er verðmætasköpun hamlað og samgöngubætur sem þó hafa orðið nýtast ekki eins og til var ætlast. Einnig koma þessar takmarkanir niður á heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar þurfa oft að ferðast langar leiðir yfir ótryggar leiðir til að komast í nauðsynlega aðhlynningu. Að bregðast við þessu er eitt af forgangsatriðum okkar. Við styðjum hugmyndir Innviðafélags Vestfjarða enda byggist Sjálfstæðisstefnan m.a. á því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram frumvarp um Samfélagsvegi á Alþingi þrisvar á þessu kjörtímabili, sem myndi opna á þann möguleika að heimamenn myndu sjálfir hafa meira vald til að flýta framkvæmdum. Samgöngubætur eru nauðsynlegur þáttur í því að íbúar kjördæmisins njóti sömu lífsgæða og aðrir landshlutar. Þörfin fyrir betri vegi er ekki bara spurning um þægindi heldur um sjálfbærni svæðisins, lífsgæði og öryggi. Þörfin er ekki eingöngu á Vestfjörðum heldur víðar í kjördæminu. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi standa vörð um grundvallarkröfur íbúa og stefna á að bæta innviðina með það að markmiði að efla samfélagið og gera Norðvesturkjördæmi að jafnoka annarra svæða á landinu. Það eru ekki bara hagsmunir kjördæmisins, heldur landsmanna allra að samgöngur séu greiðar í Norðvesturkjördæmi. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun