Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 13:39 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er af flestum talin valdamesta kona í heiminum. Svo virðist sem viðhorf til valdamikilla kvenna fari versnandi. Michele Tantussi/Getty Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára. Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg. Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg.
Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira