Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra nein svör í máli Yazans Tamimi. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda dómsmálaráðherra neinar skýringar á afskiptum sínum í máli fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í haust. Þá hafi engin formleg beiðni borist frá henni til félagsmálaráðuneytisins um skýringar á því hvers vegna hann skarst í leikinn þegar það átti að vísa drengnum úr landi. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira