Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2024 16:02 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, hefur lýst því yfir að Jón Gunnarsson muni ekki hafa aðkomu að útgáfu hvalveiðileyfis innan ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Þar segir Bjarni að Jón hafi ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og hann muni ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins, þ.e. veitingu veiðileyfis, í matvælaráðuneytinu. Þá segir Bjarni einnig að hann hafi rætt við ráðuneytisstjóra „fyrir nokkru síðan“ að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð málsins. Umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu. Jón lýsti því yfir þegar hann tók við stöðu sinni í matvælaráðuneytinu að það væri mál sem hann ætlaði sér að skoða. Sagði Bjarna og Jón hafa gert samkomulag Yfirlýsing Bjarna er viðbragð við umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum sem teknar voru af samtölum sonar Jóns, Gunnars Bergmanns, og manns sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Meðal þess sem kom fram í upptökunum var að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir það að komast í aðstöðu til að geta veitt Hval hf. hvalveiðileyfi fyrir Alþingiskosningar. Einnig á Gunnar að hafa sagt í upptökunum að tvær aðrar umsóknir lægju fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Gunnar hafi sagt að til stæði að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og taldi hann að það myndi takast fyrir kosningar. „Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini“ Daginn sem Jón var skipaður fulltrúi ráðherrra í matvælaráðuneytinu, 25. október, sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hvalveiðar væru eitt þeirra mála sem hann ætlaði sér að skoða í ráðuneytinu. Jafnframt sagði hann að ráðherra bæri skylda til að afgreiða slíkar umsóknir. „Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigir ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Jón svaraði því þó ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur fyrir kosningar. Þá sakaði Jón forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að Vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Þar segir Bjarni að Jón hafi ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og hann muni ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins, þ.e. veitingu veiðileyfis, í matvælaráðuneytinu. Þá segir Bjarni einnig að hann hafi rætt við ráðuneytisstjóra „fyrir nokkru síðan“ að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð málsins. Umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu. Jón lýsti því yfir þegar hann tók við stöðu sinni í matvælaráðuneytinu að það væri mál sem hann ætlaði sér að skoða. Sagði Bjarna og Jón hafa gert samkomulag Yfirlýsing Bjarna er viðbragð við umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum sem teknar voru af samtölum sonar Jóns, Gunnars Bergmanns, og manns sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Meðal þess sem kom fram í upptökunum var að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir það að komast í aðstöðu til að geta veitt Hval hf. hvalveiðileyfi fyrir Alþingiskosningar. Einnig á Gunnar að hafa sagt í upptökunum að tvær aðrar umsóknir lægju fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Gunnar hafi sagt að til stæði að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og taldi hann að það myndi takast fyrir kosningar. „Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini“ Daginn sem Jón var skipaður fulltrúi ráðherrra í matvælaráðuneytinu, 25. október, sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hvalveiðar væru eitt þeirra mála sem hann ætlaði sér að skoða í ráðuneytinu. Jafnframt sagði hann að ráðherra bæri skylda til að afgreiða slíkar umsóknir. „Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigir ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Jón svaraði því þó ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur fyrir kosningar. Þá sakaði Jón forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að Vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17