Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 19:46 Guðrún Hafsteinsdóttir telur að fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að skýra afstöðu sína í máli Yazans Tamimi en afskipti hans höfðu þau áhrif að brottför hans og fjölskyldu hans úr landi var stöðvuð. Vísir/Sigurjón Dómsmálaráðherra segir að fyrrverandi félagsmálaráðherra hafi enn ekki svarað hvaða upplýsingar hann hafði sem kröfðust þess að stöðva ætti brottför fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu úr landi í haust. Hún er ósátt við niðurstöðu málsins. Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira