Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 10:18 Kosið verður til Alþingis í lok nóvember, og því ekki úr vegi að kanna hug kjósenda um hvað leggja beri áherslu á. Vísir/Vilhelm Efnahagsmál eru að flestra mati mikilvægasta mál komandi kosninga, en heilbrigðismál rata oftar á lista fólks yfir þau fimm málefni sem leggja þurfi áherslu á. Þrátt fyrir að hafa farið hátt í umræðunni telja aðeins fimm prósent að innflytjendamál séu mesta forgangsmálið. Þetta er niðurstaðan í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar var spurt: „Hvaða málefni er að þínu mati mikilvægast að stjórnvöld setji í forgang á næstunni?“ og fólk beðið um að forgansraða málefnunum í röð eftir mikilvægi. Í tilkynningu með niðurstöðum könnunarinnar segir að niðurstöðurnar endurspegli ekki að öllu leyti forgangsröðun flokkanna, miðað við svör forsvarsmanna þeirra hingað til þegar þeir hafi verið spurðir út í mikilvægustu stefnumál flokka sinna. Sá málaflokkur sem oftast var talinn mikilvægastur eru efnahagsmál, en 26 prósent svarenda sögðu þau mikilvægust allra mála. Enahagsmálin rötuðu í eitt efstu fimm sætanna í 62 prósent tilfella. Eina málefnið sem rataði oftar á lista svarenda voru heilbrigðismálin, í 69 prósent tilfella, en 19 prósent svarenda settu þau í fyrsta sætið. Hér að neðan má sjá hvernig forgangsröðunin skipist. Efnahagsmálin voru oftast sögð mikilvægust en heilbrigðismálin rötuðu oftast inn á fimm málefna lista svarenda.Gallup Húsnæðismál eru þá í þriðja sæti yfir þau málefni sem fólk setur í fyrsta sæti. Innflytjendamál, málefni eldri borgara og umhverfis-og loftslagsmál koma næst, en fimm prósent hver setja þá málaflokka í fyrsta sætið. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem gerð var dagana 21. október til 4. nóvember. Heildarúrtakið var 1.816 og þátttökuhlutfallið 48,5 prósent. Einstaklingar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Þetta er niðurstaðan í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar var spurt: „Hvaða málefni er að þínu mati mikilvægast að stjórnvöld setji í forgang á næstunni?“ og fólk beðið um að forgansraða málefnunum í röð eftir mikilvægi. Í tilkynningu með niðurstöðum könnunarinnar segir að niðurstöðurnar endurspegli ekki að öllu leyti forgangsröðun flokkanna, miðað við svör forsvarsmanna þeirra hingað til þegar þeir hafi verið spurðir út í mikilvægustu stefnumál flokka sinna. Sá málaflokkur sem oftast var talinn mikilvægastur eru efnahagsmál, en 26 prósent svarenda sögðu þau mikilvægust allra mála. Enahagsmálin rötuðu í eitt efstu fimm sætanna í 62 prósent tilfella. Eina málefnið sem rataði oftar á lista svarenda voru heilbrigðismálin, í 69 prósent tilfella, en 19 prósent svarenda settu þau í fyrsta sætið. Hér að neðan má sjá hvernig forgangsröðunin skipist. Efnahagsmálin voru oftast sögð mikilvægust en heilbrigðismálin rötuðu oftast inn á fimm málefna lista svarenda.Gallup Húsnæðismál eru þá í þriðja sæti yfir þau málefni sem fólk setur í fyrsta sæti. Innflytjendamál, málefni eldri borgara og umhverfis-og loftslagsmál koma næst, en fimm prósent hver setja þá málaflokka í fyrsta sætið. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem gerð var dagana 21. október til 4. nóvember. Heildarúrtakið var 1.816 og þátttökuhlutfallið 48,5 prósent. Einstaklingar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira