Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2024 19:17 Benóný Breki fagnar eins og honum einum er lagið. Vísir/Anton Brink Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. Hinn 19 ára gamli Benóný Breki átti annað árið í röð mjög gott tímabil með KR. Bæði árin sprakk hann út undir lok sumars og nú stóð hann uppi sem markakóngur deildarinnar á nýju markameti. Ofan á það var hann valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Benóný Breki var næstum genginn í raðir sænska liðsins Gautaborgar fyrir rúmu ári síðan og hafa nokkur félög þar í landi rennt hýru auga til framherjans. Í dag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni að nokkur lið frá Hollandi væru með Benóný Breka á óskalista sínum sem og topplið ensku B-deildarinnar. „Benoný Breki er eðlilega eftirsóttasta varan frá Íslandi, níur eru ekkert á hverju strái. Sunderland er á eftir honum, Heerenveen, Utrecht og AZ Alkmaar eru það líka,“ sagði Kristján Óli. Föstudagsfjör í Vigtinni í dag.https://t.co/TgFkwrkD1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024 Eftir að hafa fallið niður í C-deild hefur Sunderland risið upp með nýjum eiganda og er nú á toppi ensku B-deildarinnar. Þetta fornfræga félag gæti því snúið aftur í ensku úrvalsdeildina áður en langt um líður. Í þann mund að skora eitt af fjölmörgum mörkum sumarsins.Vísir/Anton Brink Hvað hollensku liðin þrjú varðar þá gerði Alfreð Finnbogason það gott með Heerenveen á sínum tíma, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson hófu sinn feril hjá AZ og Kolbeinn Birgir Finnsson er í dag leikmaður Utrecht. Benóný Breki hefur til þessa skorað 30 mörk í 51 leik í efstu deild á Íslandi. Einnig hefur hann skorað fimm mörk í jafn mörgum bikarleikjum. Þessi efnilegi leikmaður hefur spilað alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk. Fótbolti Enski boltinn Besta deild karla Hollenski boltinn KR Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Benóný Breki átti annað árið í röð mjög gott tímabil með KR. Bæði árin sprakk hann út undir lok sumars og nú stóð hann uppi sem markakóngur deildarinnar á nýju markameti. Ofan á það var hann valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Benóný Breki var næstum genginn í raðir sænska liðsins Gautaborgar fyrir rúmu ári síðan og hafa nokkur félög þar í landi rennt hýru auga til framherjans. Í dag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni að nokkur lið frá Hollandi væru með Benóný Breka á óskalista sínum sem og topplið ensku B-deildarinnar. „Benoný Breki er eðlilega eftirsóttasta varan frá Íslandi, níur eru ekkert á hverju strái. Sunderland er á eftir honum, Heerenveen, Utrecht og AZ Alkmaar eru það líka,“ sagði Kristján Óli. Föstudagsfjör í Vigtinni í dag.https://t.co/TgFkwrkD1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024 Eftir að hafa fallið niður í C-deild hefur Sunderland risið upp með nýjum eiganda og er nú á toppi ensku B-deildarinnar. Þetta fornfræga félag gæti því snúið aftur í ensku úrvalsdeildina áður en langt um líður. Í þann mund að skora eitt af fjölmörgum mörkum sumarsins.Vísir/Anton Brink Hvað hollensku liðin þrjú varðar þá gerði Alfreð Finnbogason það gott með Heerenveen á sínum tíma, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson hófu sinn feril hjá AZ og Kolbeinn Birgir Finnsson er í dag leikmaður Utrecht. Benóný Breki hefur til þessa skorað 30 mörk í 51 leik í efstu deild á Íslandi. Einnig hefur hann skorað fimm mörk í jafn mörgum bikarleikjum. Þessi efnilegi leikmaður hefur spilað alls 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.
Fótbolti Enski boltinn Besta deild karla Hollenski boltinn KR Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira