Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson og Jóhann F K Arinbjarnarson skrifa 8. nóvember 2024 16:15 Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Máltækni Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar