Lætur reyna á minningargreinamálið Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 09:03 Reynir ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni, lögmanni hans, sem mun óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar. Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30