Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 09:40 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi skrifstofustjóri fær ekki tæpar 24 milljónir króna sem Landsréttur hafði dæmt honum vegna niðurlagningar á stöðu hans. Hæstiréttur telur ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að staðan hefði verið lögð niður gagngert til að losna við skrifstofustjórann. Landsréttur dæmdi íslenska ríkið í fyrra til að greiða manninum, sem var skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Var til rannsóknar vegna afskipta af lögum um fiskeldi Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Umræddar ávirðingar tengdust skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun síðasta árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Skipulagsbreytingar ekki til málamynda Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn og ríkið hafi einkum deilt um það hvort embætti mannsins hefði verið lagt niður vegna skipulagsbreytinga eða hvort starfslok hans hefðu í reynd grundvallast á ávirðingum vegna embættisfærslu hans sem fara hefði átt með samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hæstiréttur hafi talið ekkert hafa komið fram í málinu um að skipulagsbreytingarnar hefðu verið til málamynda eða í reynd haft það að markmiði að leiða til lausnar mannsins frá embætti. Þá hafi einnig verið horft til þess að fyrir lá að hvorki ráðherra né ráðuneytisstjóra hefði verið kunnugt um ávirðingar í garð mannsins þegar breytingarnar voru afráðnar. Ekki yrði litið svo á að svigrúm ráðuneytisins til að leggja mat á hvort réttmætt væri að leggja niður embætti hans vegna skipulagsbreytinga hefði verið takmarkaðra vegna þess að ávirðingar voru komnar fram sem mögulega gátu leitt til áminningar eða jafnvel tafarlausrar lausnar um stundarsakir. Máttu líta til þess hvernig maðurinn hagaði störfum sínum Hefðu stjórnendur ráðuneytisins notið ákveðins svigrúms til að meta hvort það þjónaði hagsmunum ríkisins að skrifstofustjórinn héldi áfram störfum út skipunartíma sinn en hann hafi óskað eftir því við ráðuneytisstjóra eftir tilkynnt var um skipulagsbreytinguna. Ekki hefði verið ómálefnalegt að horfa í því tilliti meðal annars til þess hvernig hann hefði hagað störfum í embættistíð sinni. Að öllu virtu hafi Hæstiréttur talið að ráðuneytið hefði lagt nægilegan grunn að þeirri niðurstöðu sinni að ekki kæmi til greina að skrifstofustjórinn starfaði þar áfram eftir að skipulagsbreytingar hefðu komið til framkvæmda. Niðurlagning embættis hans og lausn hefði því verið reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá hafi ekki verið fallist á að ákvörðunin hefði brotið gegn sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf eins og atvikum málsins væri háttað. Yrði ekki litið svo á að ákvörðun ráðherra um niðurlagningu embættisins hefði í reynd haft það að markmiði að komast hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi skrifstofustjórans. Því var íslenska ríkið sýknað af kröfum skrifstofustjórans. Málskostnaður milli aðila var felldur niður. Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Landsréttur dæmdi íslenska ríkið í fyrra til að greiða manninum, sem var skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Var til rannsóknar vegna afskipta af lögum um fiskeldi Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Umræddar ávirðingar tengdust skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun síðasta árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Skipulagsbreytingar ekki til málamynda Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn og ríkið hafi einkum deilt um það hvort embætti mannsins hefði verið lagt niður vegna skipulagsbreytinga eða hvort starfslok hans hefðu í reynd grundvallast á ávirðingum vegna embættisfærslu hans sem fara hefði átt með samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hæstiréttur hafi talið ekkert hafa komið fram í málinu um að skipulagsbreytingarnar hefðu verið til málamynda eða í reynd haft það að markmiði að leiða til lausnar mannsins frá embætti. Þá hafi einnig verið horft til þess að fyrir lá að hvorki ráðherra né ráðuneytisstjóra hefði verið kunnugt um ávirðingar í garð mannsins þegar breytingarnar voru afráðnar. Ekki yrði litið svo á að svigrúm ráðuneytisins til að leggja mat á hvort réttmætt væri að leggja niður embætti hans vegna skipulagsbreytinga hefði verið takmarkaðra vegna þess að ávirðingar voru komnar fram sem mögulega gátu leitt til áminningar eða jafnvel tafarlausrar lausnar um stundarsakir. Máttu líta til þess hvernig maðurinn hagaði störfum sínum Hefðu stjórnendur ráðuneytisins notið ákveðins svigrúms til að meta hvort það þjónaði hagsmunum ríkisins að skrifstofustjórinn héldi áfram störfum út skipunartíma sinn en hann hafi óskað eftir því við ráðuneytisstjóra eftir tilkynnt var um skipulagsbreytinguna. Ekki hefði verið ómálefnalegt að horfa í því tilliti meðal annars til þess hvernig hann hefði hagað störfum í embættistíð sinni. Að öllu virtu hafi Hæstiréttur talið að ráðuneytið hefði lagt nægilegan grunn að þeirri niðurstöðu sinni að ekki kæmi til greina að skrifstofustjórinn starfaði þar áfram eftir að skipulagsbreytingar hefðu komið til framkvæmda. Niðurlagning embættis hans og lausn hefði því verið reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá hafi ekki verið fallist á að ákvörðunin hefði brotið gegn sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf eins og atvikum málsins væri háttað. Yrði ekki litið svo á að ákvörðun ráðherra um niðurlagningu embættisins hefði í reynd haft það að markmiði að komast hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi skrifstofustjórans. Því var íslenska ríkið sýknað af kröfum skrifstofustjórans. Málskostnaður milli aðila var felldur niður.
Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14