Segir æðislegt að fá Aron til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Bjarki Már Elísson vonast eftir því að sjá marga í Laugardalshöllinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta mæta Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld í undankeppni EM 2026. Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira