Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2024 11:51 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir aðhald hafa skilað árangri í rekstri borgarinnar. Vísir/Vilhelm Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. Í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029, sem er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag, segir að skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkenni fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025, þar sem gert sé ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýni rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir geri ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu, A- og B- hluta, skilai 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Eignir upp á 304 milljarða Fjárhagsáætlun A-hluta, hluta reksturs Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er með skatttekjum, sýni mikinn viðsnúning í rekstri, sem megi rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins. Á næsta ári sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarða króna. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Útkomuspá geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna, sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári. B-hluti jákvæður um tæpa þrettán milljarða króna Þá segir að fjárhagsáætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarða króna og EBITDA, afkoma fyrir vaxtagreiðslur og vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026 til 2029 sé gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7 prósent. Útkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að afkoma samstæðunnar A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 milljarða króna á árinu. Fjárhags- og fimm ára áætlun geri ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og skuldaviðmið undir lögskyldu hámarki. Ábyrgur rekstur lykill að góðri þjónustu „Fjárhagsáætlunin sem við kynnum í dag sýnir að við höfum með samhentum hætti náð miklum árangri við krefjandi ytri aðstæður. Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu. Skýrt rekstraraðhald sé að skila árangri. Meginmarkmiðið sé að standa vörð um grunnþjónustuna en leita hagræðingartækifæra inn á við. Þá hafi öflugt aðhald meðal annars skilað sér í því að stöðugildi borgarinnar standi í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta við borgarbúa sé bætt. „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að snúa miklum hallarekstri yfir í að skila núna afgangi þá erum við meðvituð um að verkefninu er ekki lokið. Við munum áfram leggja okkur fram um að leita leiða til að bæta reksturinn og þannig skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við íbúa.“ Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029, sem er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag, segir að skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkenni fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025, þar sem gert sé ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýni rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir geri ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu, A- og B- hluta, skilai 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Eignir upp á 304 milljarða Fjárhagsáætlun A-hluta, hluta reksturs Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er með skatttekjum, sýni mikinn viðsnúning í rekstri, sem megi rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins. Á næsta ári sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarða króna. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Útkomuspá geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna, sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári. B-hluti jákvæður um tæpa þrettán milljarða króna Þá segir að fjárhagsáætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarða króna og EBITDA, afkoma fyrir vaxtagreiðslur og vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026 til 2029 sé gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7 prósent. Útkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að afkoma samstæðunnar A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 milljarða króna á árinu. Fjárhags- og fimm ára áætlun geri ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og skuldaviðmið undir lögskyldu hámarki. Ábyrgur rekstur lykill að góðri þjónustu „Fjárhagsáætlunin sem við kynnum í dag sýnir að við höfum með samhentum hætti náð miklum árangri við krefjandi ytri aðstæður. Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu. Skýrt rekstraraðhald sé að skila árangri. Meginmarkmiðið sé að standa vörð um grunnþjónustuna en leita hagræðingartækifæra inn á við. Þá hafi öflugt aðhald meðal annars skilað sér í því að stöðugildi borgarinnar standi í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta við borgarbúa sé bætt. „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að snúa miklum hallarekstri yfir í að skila núna afgangi þá erum við meðvituð um að verkefninu er ekki lokið. Við munum áfram leggja okkur fram um að leita leiða til að bæta reksturinn og þannig skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við íbúa.“
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira