Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 20:05 Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Folaldasýningar eru alltaf vinsælar í sveitum landsins á þessum árstíma en ein slík var haldin undir Eyjajföllum nýlega þar sem dómarar mátu folöldin og gáfu þeim einkunn. Hestamenn eru sammála um að það sjáist oft strax á folöldunum hvort þau verði efnileg í framtíðinni eða ekki. Þetta var sextánda árið í röð, sem folaldasýning er haldin í Skálakoti. Sýningin fór þannig fram að folöldin komu með mæðrum sínum inn á sýningarsvæðið en mæðurnar voru svo teknar frá á meðan folöldin sýndu sig þegar þau voru rekin áfram og hlupu nokkra hringi fyrir dómarana. Kynnir var Guðmundur Viðarsson, bóndi og hóteleigandi í Skálakoti. „Þetta er mest til gamans og mannfagnaður en ég fæ valinkunna bændur hér í sveit til að raða folöldunum en þetta er mest til gamans gert,” segir Guðmundur. En sést strax á folöldunum hvort þau verði góð hross eða ekki? „Já, já, þú sérð hvort folaldið er fallegt frá byrjun eða ekki en auðvitað eiga þau eftir að teygjast og togast í allar áttir og sum hver fríkka og sum hver fríkka ekki,” bætir Guðmundur við. Guðmundur í Skálakoti, sem á stórt hrós skilið, ásamt fjölskyldu sinni að standa fyrir folaldasýningu á bænum í upphafi vetrar. Hér er hann með nafna sínum og barnabarni, Guðmundi Ársælssyni, sem býr á bænum Bakkakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dómararnir þrír höfðu nóg að gera við að dæma folöldin og gefa þeim einkunnir. „Við skoðum að folaldið sé svona þokkalega léttbyggt og ekki mjög fótlágt og svona fallegur yfirsvipur á því og svo er það nú yfirleitt alltaf hreyfingarnar sem vinna þetta,” segir Kristinn Guðnason, yfirdómari sýningarinnar. Dómararnir þrír á sýningunni, sem stóðu sig vel. Kristinn er lengst til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvort er nú skemmtilegra að fást við íslensku sauðkindina eða íslenska hestinn? „Þetta er best saman, já ætli að rollurnar yrðu ekki á undan hjá mér,” segir Kristinn hlæjandi. Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir folaldasýninguna var öllum boðið í vöfflukaffi og þar voru verðlaun dagsins veitt en hæst dæmda folald sýningarinnar var Hrafn frá Fornusöndum en eigandi þess, Finnbogi Geirsson tók á móti bikarnum. Snorri mætti með afa sínum, Vigni Siggeirssyni á sýninguna í Skálakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Þetta var sextánda árið í röð, sem folaldasýning er haldin í Skálakoti. Sýningin fór þannig fram að folöldin komu með mæðrum sínum inn á sýningarsvæðið en mæðurnar voru svo teknar frá á meðan folöldin sýndu sig þegar þau voru rekin áfram og hlupu nokkra hringi fyrir dómarana. Kynnir var Guðmundur Viðarsson, bóndi og hóteleigandi í Skálakoti. „Þetta er mest til gamans og mannfagnaður en ég fæ valinkunna bændur hér í sveit til að raða folöldunum en þetta er mest til gamans gert,” segir Guðmundur. En sést strax á folöldunum hvort þau verði góð hross eða ekki? „Já, já, þú sérð hvort folaldið er fallegt frá byrjun eða ekki en auðvitað eiga þau eftir að teygjast og togast í allar áttir og sum hver fríkka og sum hver fríkka ekki,” bætir Guðmundur við. Guðmundur í Skálakoti, sem á stórt hrós skilið, ásamt fjölskyldu sinni að standa fyrir folaldasýningu á bænum í upphafi vetrar. Hér er hann með nafna sínum og barnabarni, Guðmundi Ársælssyni, sem býr á bænum Bakkakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dómararnir þrír höfðu nóg að gera við að dæma folöldin og gefa þeim einkunnir. „Við skoðum að folaldið sé svona þokkalega léttbyggt og ekki mjög fótlágt og svona fallegur yfirsvipur á því og svo er það nú yfirleitt alltaf hreyfingarnar sem vinna þetta,” segir Kristinn Guðnason, yfirdómari sýningarinnar. Dómararnir þrír á sýningunni, sem stóðu sig vel. Kristinn er lengst til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvort er nú skemmtilegra að fást við íslensku sauðkindina eða íslenska hestinn? „Þetta er best saman, já ætli að rollurnar yrðu ekki á undan hjá mér,” segir Kristinn hlæjandi. Mörg mjög falleg folöld komu fram á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir folaldasýninguna var öllum boðið í vöfflukaffi og þar voru verðlaun dagsins veitt en hæst dæmda folald sýningarinnar var Hrafn frá Fornusöndum en eigandi þess, Finnbogi Geirsson tók á móti bikarnum. Snorri mætti með afa sínum, Vigni Siggeirssyni á sýninguna í Skálakoti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira